Staða Ungmennafulltrúa hjá Samtökunum ´78 er laus til umsóknar. Um er að ræða starf með ungliðahreyfingu Samtakanna ´78, utanumhald um jafningjafræðsluna og aðra þætti sem snúa að hinsegin ungmennum. Ungmennafulltrúi skal vera 20 ára eða eldri og félagi í Samtökunum ´78. Ungmennafulltrúi heyrir undir framkvæmdar- og fræðslustjóra samtakanna. Ráðið er frá 1. nóvember 2010 til 31. Maí 2011. Um er að ræða 30% stöðugildi. Ungmennafulltrúinn vinnur á skrifstofu samtakanna 2 í viku og er síðan á fundum ungliðahreyfingarinnar á sunnudagskvöldum, hann sér um fjármál þeirra í samráði við framkvæmdar- og fræðslustjóra og stjórn ungliðahreyfingarinnar.
Stjórn Samtakanna ´78 mun ráða í stöðuna og fara yfir allar umsóknir og stjórnin mun sækjast eftir hreinu sakavottorði.
Umsóknir skal senda inn ásamt ferilskrá á Samtökin ´78 laugarvegi 3 pósthólf 1262 fyrir 22. október 2010 (póststimpill gildir) eða á netfangið skrifstofa@samtokin78.is með ,,Ungmennafulltrúi“ í fyrirsögn.