Skip to main content

Bóka fræðsluerindi fyrir nemendur grunnskóla

Hér geturðu bókað okkur til að koma og halda fræðslufyrirlestur um hinseginleikann í þínum skóla

1

Bókaðu fræðslu

Bókaðu fræðslu hér á vefnum! Athugaðu að gott er að gera það með góðum fyrirvara eða 5-8 vikum, sérstaklega ef þú ert að bóka margar í einu
2

Finnum tíma

Mikilvægt er að allar upplýsingar komi fram við fræðslubókun, það auðveldar okkur allt til muna. Þú færð staðfestingartölvupóst um leið og fræðslubókunin er komin í okkar kerfi.
3

Staðfesting

Eftir að þú sendir okkur bókun þá finnum við fræðara og höfum samband

Mikilvæg atriði til að hafa í huga

Hvað er fjallað um í fræðsluerindum til nemenda?

Í fræðslu Samtakanna ’78 er fjallað um hinseginleika, hvað það þýðir að vera hinsegin og hvert er hægt að leita fyrir aðstoð og stuðning. Þú getur nálgast kennsluáætlun og lesið meira um fræðsluna hér.

Er sveitarfélagið mitt með samning?

Öll samningsbundin sveitarfélög má finna hér. Eins eru þau sveitarfélög sem eru samningsbundin listuð upp fyrst hér að neðan.

Af hverju þarf ég að bóka á netinu?

Öll fræðsluerindi skulu bókuð hér á vefnum, það sparar umfang og kemur í veg fyrir misskilning. Allt um fræðsluerindin má lesa um hér og svo er sérstök síða fyrir algengar spurningar hér.

Hvað þarf ég að bóka með miklum fyrirvara?

Því meiri fyrirvari, því betra. Gott er að gera ráð fyrir 5-8 vikum ef þú ert að bóka fyrir fleiri en einn bekk, en ef aðeins er um einn bekk að ræða þá getur það tekið 2-3 vikur. Því skýrari sem þú ert í bókuninni, því betra.

Þarf að greiða fyrir fræðsluerindi?

Já, nema að sveitarfélagið þitt sé með virkan samning, en þau sveitarfélög má finna hér. Verðskrá okkar er mjög hófsöm og má finna hér. Athugið að verkkaupi greiðir ferða- og gistikostnað ef svo ber undir.

Sveitarfélagið mitt er með samning en það finnst ekki tími á þessari önn?

Það er minnsta mál. Samningar okkar ná yfir heilt skólaár eða almanaksár, en ekki er samið um eina önn í einu. Því er ekkert vandamál að færa fræðsluerindi í samvinnu við starfsfólk skólans.

Bóka