Skip to main content

Hýrasta jólatréð

Við kynnum með stolti Hýrasta jólatréð, tákn litadýrðar jólanna og kærleika sem fyllir hjörtu okkar á þessum árstíma. Þetta einstaka jólatré markar upphaf nýrrar hefðar sem við vonumst til að verði árleg og muni glæða hátíðarnar gleði og litum.

Litir skrautsins endurspegla fjölbreytileikann í okkar samfélagi og boða frið, kærleika og von á aðventunni.

Það sem gerir Hýrasta jólatréið enn sérstakara er að skrautið er einnig ætlað sem fjáröflun fyrir mikilvæg málefni. Með því að eignast eitt af þessum fallegu skrautmunum getur fólk lagt sitt af mörkum til góðs og jafnframt tekið með sér brot af þessari einstöku hátíðarstemningu inn á sitt eigið heimili.

Við hlökkum til að sjá Hýrasta jólatréð prýða aðventuna ár eftir ár og verða skínandi minnisvarða um gleði, samkennd og litadýrð jólanna.

Á hverju ári veljum við hinsegin listafólk til að hanna skrautið.

2024 – Magnús Bjarni Gröndal


Skráðu þig í áskrift!

Ef þú vilt tryggja þér nýtt og glæsilegt Hýrasta jólatréð á hverju ári, þá bjóðum við einnig upp á áskrift. Með áskrift færðu árlega einstakt tré, hannað af hinsegin listafólki, sent beint heim til þín – Þannig er hægt að lýsa upp hátíðirnar með litríkri gleði. 🌈

Nafn(Required)