Skip to main content

Viðburðir

Samtökin ’78 halda fjölbreytta viðburði allt árið um kring. Hér má finna það sem er á döfinni. Einnig bendum við á Facebook síðu Samtakanna en þar má einnig finna fjölbreytta viðburðardagskrá

október 2022

2. okt - Hinsegin fjölskylduhittingur

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Sunnudagur, 2. október kl. 13:00
Umsjón: Hinsegin foreldrar

IS
Við hefjum að nýju hinsegin fjölskylduhittinga. Viðburðurinn er ætlaður regnbogafjölskyldum í öllum formum, hinsegin foreldrar sem og hinsegin börn. Öll hjartanlega velkomin. Leikföng fyrir börnin á meðan foreldrar fá sér kaffisopa og spjalla um tíð og tíma.

EN
Queer families are specially welcome to this event where children can play while parents have a cup of coffee. All welcome.

Aðgengismál

12. okt - Saumaklúbbur

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Miðvikudagur, 12. október kl. 19:00
Umsjón:

IS
Taktu fram prjónana, nálina, garnið og tvinnann. Við ætlum að hittast í notalegu umhverfi í Suðurgötu 3, vinna í skemmtilegri handavinnu, drekka te eða kaffi og ræða málin.
Öll innilega velkomin.

EN
Take out your needles and yarn and meet in Suðurgata for a cozy time!

Aðgengismál

13. okt - Prjónanámskeið

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Fimmtudagur, 13. október kl. 19:00
Umsjón: Linda Björk Eiríksdóttir
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Lágmarksskráning: 4 manneskjur
Hámarksskráning: 12 manneskjur
Verð: 1.000

IS
Hefur þig lengi dreymt um að læra að prjóna? Færðu fiðring þegar þú sérð fólk í heimaprjónuðum fötum? Engar áhyggjur, því nú er kjörið tækifæri til þess að læra grunninn! Linda Björk Eiríksdóttir, prjónameistari með meiru, ætlar að kenna okkur undirstöðurnar sem við þurfum til að hefja prjónavegferðina: fitja upp, fella af, slétt og brugðið. Námskeiðið kostar litlar 1000 kr. en endilega takið garn og prjóna með ykkur.

EN
Have you always dreamt about knitting? Stop dreaming and do something about it and join us for a class in knitting. Linda Björk, knitting-master, will teach you the basics. Please bring yarn and needles.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

15. okt - Skvísudansar fyrir hinsegin konur

Staður: Kramhúsinu, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Laugardagur, 15. október kl. 16:00
Umsjón: Margrét Erla Maack
Lengd námskeiðs: 2-3 klst.
Lágmarksskráning: 6 skvísur
Hámarksskráning: 25 skvísur
Verð: 3.900

IS
Slepptu innri dansdívunni lausri í vernduðu umhverfi. Hiti, sviti og hlátur við feminískan fagurgala poppdrottninga samtímans. Margrét Erla Maack leiðir tímann en hún er þekkt fyrir skemmtilega danstíma og eftirminnilegar útskýringar á sporum. Námskeiðið er ætlað hinsegin konum. Eftir tímann er gufubað Kramhússins opið fyrir hópinn og hægt að skvísa sig upp eftir tímann. Bossaskvettur og brandarar.

EN
Let your inner dive shine shine shine and your booty pop pop pop in a queer lady based pop choreography class with Margrét Maack. Class is taught in Icelandic/English/Mix according to who shows up!

ATH.
Kramhúsið er ekki aðgengilegt fólki í hjólastól nema þau komi með eigin rampa. Í Kramhúsinu eru tveir búningsklefar og eitt gufubað.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

15. okt - Pöbbkviss

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Laugardagur, 15. október kl. 20:00
Umsjón: Bjarndís og Vera

IS
Þú last rétt! Bjarndís og Vera snúa aftur með sín rómuðu pöbbkviss. Farandbikarinn Ingiríður verður á sínum stað ásamt öðrum glæsilegum vinningum. Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara.

EN
You read correctly! Bjarndís and Vera are at it again and will host their famous Pub-Quiz. Be there!

FacebookAðgengismál

16. okt - Hinsegin fjölskylduhittingur

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Sunnudagur, 16. október kl. 13:00
Umsjón: Hinsegin foreldrar

IS
Við hefjum að nýju hinsegin fjölskylduhittinga. Viðburðurinn er ætlaður regnbogafjölskyldum í öllum formum, hinsegin foreldrar sem og hinsegin börn. Öll hjartanlega velkomin. Leikföng fyrir börnin á meðan foreldrar fá sér kaffisopa og spjalla um tíð og tíma.

EN
Queer families are specially welcome to this event where children can play while parents have a cup of coffee. All welcome.

Aðgengismál

16. okt - Hosting Cabaret, í samstarfi við Kramhúsið

Staður: Kramhúsinu, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Laugardagur, 16. október kl. 13:00
Umsjón: Margrét Erla Maack
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Lágmarksskráning: N/A
Hámarksskráning: N/A
Verð: 3.900, fyrir meðlimi Samtakanna ’78

IS
Hinn stórkostlegi skemmtikraftur Matt Roper, maðurinn á bakvið hinn ótrúlega og ó-svo-sjarmerandi Wilfredo heldur námskeið í utanumhaldi kabarettsýninga. Námskeiðið hentar þeim sem kynna dragsýningar og burlesque og verður áhersla lögð á hvernig við gerum umhverfið öruggt og höldum gleðinni gangandi. Meðlimir Samtakanna ’78 fá 1000 króna afslátt á námskeiðið – munið að skrifa í „annað“ hólfið að þið séuð meðlimir.
Matt Roper er einstakur skemmtikraftur sem býr í New York. Í kjölfar þess að the one who must not be named varð forseti fundu skemmtikraftar borgarinnar fyrir fordómafullum og dónalegum áhorfendum sem gengu ítrekað yfir mörk og sýndu fordómafulla hegðun, á stöðum og sýningum sem skemmtikraftarnir höfðu áður upplifað sem öruggt rými (safe space). Einnig leggja orð í belg Margrét Maack og Gógó Starr. Námskeiðið fer fram á ensku. Innifalinn í námskeiðinu er miði á Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum 14. október. Nánari upplýsingar og skráning eru áwww.margretmaack.com/workshops

EN
A hosting/MC workshop with New York’s very own Matt Roper, the man behind show biz legend Wilfredo. How to host a show and keep the energy up and eliminate bad juju, predjudist audience member and make the shows a safe space for all. Class is taught in English. Registration is on www.margretmaack.com/workshops and members of Samtökin get a 1000 kr. discount. Please state in the „other“ box that you are a member of Samtökin ’78.

ATH.
Kramhúsið er ekki aðgengilegt fólki í hjólastól nema þau komi með eigin rampa. Í Kramhúsinu eru tveir búningsklefar og eitt gufubað.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

21. okt - Burlesque og Broadway Jazz með Tom Harlow, í samstarfi við Kramhúsið

Staður: Kramhúsinu, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Föstudagur, 21. október kl. 13:00 (Burlesque), kl. 15 (Broadway Jazz)
Umsjón: Tom Harlow
Lengd námskeiðs: 2 klst. pr. námskeið
Lágmarksskráning: N/A
Hámarksskráning: N/A
Verð: 3.800, fyrir eitt námskeið, 6.800, fyrir bæði.

IS
Hinn stórskemmtilegi skoski sýningarfoli Tom Harlow verður með tvö námskeið í burlesque og Broadway Jazz. Ljósin skína og dýrðarljómi liðinna tíma svífur yfir vötnum. Tom Harlow er einstaklega skemmtilegur kennari sem lætur öllum líða vel og vinnur vel með getu hvers og eins. Námskeiðið er kennt á ensku. Ef bæði námskeiðin eru tekin fylgir með miði á Kjallarakabarett 20. október í Þjóðleikhúskjallaranum. Námskeiðið er kennt á ensku.

EN
1pm: Burlesque, 3pm: Broadway Jazz
Curtain up! Learn all the tips and tricks of show dance with Tom Harlow, Glasgow’s favorite show pony!Class is taught in English. Registration is on: www.margretmaack.com/workshops and members of Samtökin ’78 get a 1000 kr. discount. Remeber to state in the „other“ box that you are a member of Samtökin.

ATH.
Kramhúsið er ekki aðgengilegt fólki í hjólastól nema þau komi með eigin rampa. Í Kramhúsinu eru tveir búningsklefar og eitt gufubað.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

30. okt - Hinsegin fjölskylduhittingur

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Sunnudagur, 30. október kl. 13:00
Umsjón: Hinsegin foreldrar

IS
Við hefjum að nýju hinsegin fjölskylduhittinga. Viðburðurinn er ætlaður regnbogafjölskyldum í öllum formum, hinsegin foreldrar sem og hinsegin börn. Öll hjartanlega velkomin. Leikföng fyrir börnin á meðan foreldrar fá sér kaffisopa og spjalla um tíð og tíma.

EN
Queer families are specially welcome to this event where children can play while parents have a cup of coffee. All welcome.

Aðgengismál

nóvember 2022

3. nóv - Briddskvöld

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Fimmtudagur, 3. nóvember kl. 18
Umsjón: Tótla og Kata Odds
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Lágmarksskráning: 4 manneskjur
Hámarksskráning: 12 manneskjur
Verð: 1.000

IS
Hvað er slemma, já eða alslemma, og hvað þá slagur eða makker? Hefur þig alltaf dreymt um að læra bridds en hefur ekki þorað að segja frá því?
Komdu á námskeið með Tótlu og Kötu Odds og láttu drauminn rætast. Farið verður yfir undirstöðuatriði í bridds, spilað og hlegið. Við lofum hörkunámskeiði.

EN
What is a deal, or a hand, a contract or a bid? Have you daydreamed about learning Bridge, and haven’t had the courage to make it happen?
Say no more! Come and join Tótla and Kata and make the dream come true. The duo will go over all the basics of the game, you can play and have fun. We promise you a spectacular evening.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

13. okt - Prjónanámskeið

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Fimmtudagur, 13. október kl. 19:00
Umsjón: Linda Björk Eiríksdóttir
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Lágmarksskráning: 4 manneskjur
Hámarksskráning: 12 manneskjur
Verð: 1.000

IS
Hefur þig lengi dreymt um að læra að prjóna? Færðu fiðring þegar þú sérð fólk í heimaprjónuðum fötum? Engar áhyggjur, því nú er kjörið tækifæri til þess að læra grunninn! Linda Björk Eiríksdóttir, prjónameistari með meiru, ætlar að kenna okkur undirstöðurnar sem við þurfum til að hefja prjónavegferðina: fitja upp, fella af, slétt og brugðið. Námskeiðið kostar litlar 1000 kr. en endilega takið garn og prjóna með ykkur.

EN
Have you always dreamt about knitting? Stop dreaming and do something about it and join us for a class in knitting. Linda Björk, knitting-master, will teach you the basics. Please bring yarn and needles.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

4. des - Smákökubakstur með Alberti

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Sunnudagur, 4. desember kl. 13:00
Umsjón: Albert Eiríksson (um Albert)
Lengd námskeiðs: 2-3 klst.
Lágmarksskráning: 6 manneskjur
Hámarksskráning: 10 manneskjur
Verð: 2.900

IS
Hvað er betra en smákökur og kaffi? Albert Eiríksson býður þér að baka með sér hjá Samtökunum ’78. Um er að ræða sýnikennslu ásamt því að fólk bakar svo sjálft undir ljúfri leiðsögn Alberts. Hráefniskostnaður er innifalinn í verði og því ekkert sem fólk þarf að koma með nema góða skapið. Að loknum bakstri er svo gengið til kaffisamsætis þar sem bragðað verður á góðgætinu.

EN
Albert will host a class in baking christmas cookies. All material is in house and the only thing you have to bring with you is your smile! After we bake we will taste the produce and have a nice cup of coffee together.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

19. des - Jólagjafainnpökkunarnámskeið

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Mánudagur, 19. desember kl. 19:00
Umsjón: Margrét Erla Maack (um Möggu)
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Lágmarksskráning: 4 manneskjur
Hámarksskráning: 12 manneskjur
Verð: 3.900 án matar

IS
Undir jólahjólatré er pakki! Og það fagur pakki. Langar þig að læra nýjustu trixin í gjafainnpökkun og vita nákvæmlega hvað er inn hverju sinni? Komdu á námskeið og fáðu að vita allt þetta með Magréti Erlu Maack, innpökkunarsérfræðingi. Einnig er tilvalið að koma með jólagjafirnar og pakka þeim inn til að spara sér tíma í jólaösinni. Við verðum með brúnan maskínupappír og alls konar skraut en ef þú vilt koma með þinn eiginn gjafapappír með regnbogaeinhyrningum og/eða múmínálfum til dæmis er það velkomið og við hvetjum til endurnýtingar á borðum fyrri ára. Komið með eigin skæri.

„Ég skráði mig á þetta námskeið því mamma mín var alltaf að gera grín að því hvað pakkarnir frá mér væru ljótir. Sjálfstraustið jókst með hverri mínútunni sem leið, ég lærði fjölda leiða til að bjarga ljótum pökkum og ég hugsa enn um verkfræðiundrin skyrtupakkann og fléttupakkann. Síðustu jól kom ég öllum í kringum mig á óvart með fegurð pakkana og einhver tímdu varla að opna þau. Dró úr miklum jólakvíða að afgreiða alla innpökkun á svona kvöldi með handleiðslu sérfræðings. Mæli með.“ -Bergrún Andra Hölludóttir

EN
Deck the halls with beautiful presents, falalala! Do you love presents? Do you live bows, decorations and wrapping paper? Then this event is something for you! Learn everything about wrapping presents and decorating them, what to do and what not to do. Margrét Erla Maack, wrapping professor, will host the event. The event is a great way to wrap in your presents for Christmas, so bring your presents as well! We’ve got brown wrapping paper, and all kinds of glitter and ornaments, but if you want to bring your own, or re-use old decor, please bring it with you

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

desember 2022

4. des - Smákökubakstur með Alberti

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Sunnudagur, 4. desember kl. 13:00
Umsjón: Albert Eiríksson (um Albert)
Lengd námskeiðs: 2-3 klst.
Lágmarksskráning: 6 manneskjur
Hámarksskráning: 10 manneskjur
Verð: 2.900

IS
Hvað er betra en smákökur og kaffi? Albert Eiríksson býður þér að baka með sér hjá Samtökunum ’78. Um er að ræða sýnikennslu ásamt því að fólk bakar svo sjálft undir ljúfri leiðsögn Alberts. Hráefniskostnaður er innifalinn í verði og því ekkert sem fólk þarf að koma með nema góða skapið. Að loknum bakstri er svo gengið til kaffisamsætis þar sem bragðað verður á góðgætinu.

EN
Albert will host a class in baking christmas cookies. All material is in house and the only thing you have to bring with you is your smile! After we bake we will taste the produce and have a nice cup of coffee together.

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð

19. des - Jólagjafainnpökkunarnámskeið

Staður: Suðurgötu 3, 101 Reykjavík (Kort)
Stund: Mánudagur, 19. desember kl. 19:00
Umsjón: Margrét Erla Maack (um Möggu)
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Lágmarksskráning: 4 manneskjur
Hámarksskráning: 12 manneskjur
Verð: 3.900 án matar

IS
Undir jólahjólatré er pakki! Og það fagur pakki. Langar þig að læra nýjustu trixin í gjafainnpökkun og vita nákvæmlega hvað er inn hverju sinni? Komdu á námskeið og fáðu að vita allt þetta með Magréti Erlu Maack, innpökkunarsérfræðingi. Einnig er tilvalið að koma með jólagjafirnar og pakka þeim inn til að spara sér tíma í jólaösinni. Við verðum með brúnan maskínupappír og alls konar skraut en ef þú vilt koma með þinn eiginn gjafapappír með regnbogaeinhyrningum og/eða múmínálfum til dæmis er það velkomið og við hvetjum til endurnýtingar á borðum fyrri ára. Komið með eigin skæri.

„Ég skráði mig á þetta námskeið því mamma mín var alltaf að gera grín að því hvað pakkarnir frá mér væru ljótir. Sjálfstraustið jókst með hverri mínútunni sem leið, ég lærði fjölda leiða til að bjarga ljótum pökkum og ég hugsa enn um verkfræðiundrin skyrtupakkann og fléttupakkann. Síðustu jól kom ég öllum í kringum mig á óvart með fegurð pakkana og einhver tímdu varla að opna þau. Dró úr miklum jólakvíða að afgreiða alla innpökkun á svona kvöldi með handleiðslu sérfræðings. Mæli með.“ -Bergrún Andra Hölludóttir

EN
Deck the halls with beautiful presents, falalala! Do you love presents? Do you live bows, decorations and wrapping paper? Then this event is something for you! Learn everything about wrapping presents and decorating them, what to do and what not to do. Margrét Erla Maack, wrapping professor, will host the event. The event is a great way to wrap in your presents for Christmas, so bring your presents as well! We’ve got brown wrapping paper, and all kinds of glitter and ornaments, but if you want to bring your own, or re-use old decor, please bring it with you

FacebookAðgengismálSkrá á viðburð