Skip to main content
ÁlyktunFréttirYfirlýsing

Stjórnvöld fordæmi lagasetningu í Ungverjalandi

By 16. júní, 2021No Comments

Stjórn Samtakanna ‘78 lýsir yfir djúpstæðum áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi, þá sérstaklega af nýsamþykktum lögum sem eru gróf aðför að tilverurétti hinsegin fólks í landinu og banna í reynd sýnileika þeirra og réttindabaráttu.

Við hvetjum íslensk stjórnvöld til þess að fordæma þessa skaðlegu lagasetningu opinberlega á alþjóðavettvangi og standa þannig vörð um mannréttindi og frelsi fólks til þess að vera það sjálft.