Skip to main content
Fréttir

STOFNFUNDUR TRANSGENDER BARÁTTUHÓPS

By 15. febrúar, 2007No Comments

Þann 15. febrúar næstkomandi verður efnt til stofnfundar transgender baráttuhóps um málefni transgender fólks á Íslandi. Baráttumál hópsins er lagabætur of réttarbætur og að stuðla að auknum skilningi á málefnum transgender fólks, þeirra sem upplifa sig í röngu kynhlutverki og leita leiða til að leiðrétta kyn sitt. Í tengslum við stofnfundinn sýnir Sóla ljósmyndir frá Los Angeles og San Francisco með trans þeima.

Fyrr á árinu styrktu Samtökin ´78 Önnu Kristjánsdóttur til þess að sækja tvær ráðstefnur um málefni transgender fólks sem haldnar voru í Genf í tenglsum við alþjóðaþing ILGA, alþjoðsamtaka lesbía og homma. Á ráðstefnunum voru tekin fyrir mál á borð við lagaleg réttindi transgender fólks víða um heim, baráttu fyrir vernd gegn hatursglæpum, fjölskyldurétt, læknisfræðilega þætti og margt fleira. Þá sótti Anna miðstjórnarfund TGEU sem eru samtök transgender fólks í Evrópu.

Mikið stendur einnig til hér á landi í þessum efnum, því þann 15. febrúar verður efnt til stofnfundar baráttuhóps um málefni transgender fólks á Íslandi. Líkt og annars staðar í heimimum eru baráttumál hópsins réttarbætur og að stuðla að auknum skilningi á málefnum transgender fólks, þeirra sem upplifa sig í röngu kynhlutverki og leita leiða til að leiðrétta kyn sitt. Enn frekar mun það verða verkefni hópsins að baráttumál að auka fræðslu til fagfólks svo sem geðteyma og lækna og vera þeim innan handar og aðstoða fólk sem er í þessu ferli eða hafa lokið því. Um leið er hugmyndin að byggja upp skemmtilegan samstöðuhóp meðal transgender einstaklinga, ættingja, vina og stuðningsmanna þeirra. Þess má einnig geta að Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður hefur nýverið lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um réttarstöðu þeirra sem breyta vilja um kyn.

Í tengslum við stofnfundinn sýnir Sóla ljósmyndir frá Los Angeles og San Francisco með trans þema.

Allir eru velkomnir á stofnfundinn, bæði trönsur og áhugafólk um þetta málefni. Hópurinn, líkt og svo margir aðrir sjálfstæðir hópar, mun starfa vettvangi og undir regnhlíf Samtakanna ´78. Fundurinn hefst kl. 20 fimmtudaginn 15. febrúar og verður í húsakynnum Samtakanna ´78 að Laugavegi 3.

 

Leave a Reply