Nú stendur yfir myndlistar- og sögusýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ’78 á Reykjavíkurtorgi Grófarhúss, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Sýningin er samvinnuverkefni Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Yndu Gestsson.
Sýningin stendur fram yfir Hinsegin daga í ár eða til 18. ágúst næstkomandi. Hún er opin alla daga á opnunartíma Grófarhúss.
Mánudaga – fimmtudaga 10:00 – 19:00.
Föstudaga 11:00 – 18:00.
Laugardaga og sunnudaga 13:00 – 17:00.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Á Íslandi hefur menningarlegur ósýnileiki staðið í vegi fyrir því að hinsegin myndlistarfólk hafi náð flugi í myndlistarumræðunni; hvað þá þegar kemur að því að listafólkið fjalli um og takast á við sögu sína og mannréttindabaráttu með aðferðir myndlistarinnar að vopni. Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þessari mikilvægu sögu, viðfangsefnum listafólksins og hugmyndum þeirra um sig og listina.