Skip to main content
Fréttir

Tákn um kynhlutlaus rými gert opinbert á HönnunarMars

[English below] Hugi Þeyr Gunnarsson, grafískur hönnuður, vann sigur úr býtum í samkeppni um tákn um kynhlutlaust rými en verðlaunin voru veitt 3. apríl á sýningunni Tákn fyrir kynhlutlaus rými sem á HönnunarMars. Tilefni samkeppninnar er að í ár eru fimm ár liðin frá samþykkt laga um kynrænt sjálfræði á Íslandi. Á fjórða tug tillaga bárust í samkeppnina sem Samtökin ‘78, Félag íslenskra teiknara (FÍT) og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir og eru þær allar til sýnis á sýningunni sjálfri.

Verk Huga sýnir útlínur fjögurra manneskja sem skarast og mynda þannig rými sem inniheldur fleiri en eina manneskju samtímis. Þessi skörun er táknræn fyrir tilgang kynhlutlausra rýma, sem eru sameiginleg rými allra.

Hugi Þeyr útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ vorið 2024, en þar áður hafði hann lokið tónsmíðanámi frá sama skóla. Hann stundar nú starfsnám í Finnlandi hjá auglýsingastofunni Ääri.

Annað sætið hlaut Kateřina Blahutová fyrir merki sem byggir á leturtákninu * sem er bæði notað sem inngildingartákn í rituðu máli í sumum tungumálum, og einnig sem úrfellingartákn fyrir viðkvæmar eða persónulegar upplýsingar. Tvær tillögur deildu þriðja sæti. Annarsvegar tillaga Laufeyjar Jónsdóttur og Steinþórs Rafns Matthíassonar, og hinsvegar tillaga Kristins Gunnars Atlasonar.

Markmið keppninnar var að skapa skýrt, skalanlegt og alþjóðlegt tákn sem vinnur gegn kynjatvíhyggju og getur nýst í hönnun framtíðarinnar – bæði hérlendis og erlendis.

Í dómnefnd keppninnar sátu Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna ‘78, Reyn Alpha, forseti Trans Íslands, Elías Rúni, grafískur hönnuður og stjórnarmeðlimur FÍT, Hrefna Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og lektor í Listaháskóla Íslands, og Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, Karlssonwilker NY.

Sýningin, sem er haldin á Kolagötu, Hafnartorgi verður opin á HönnunarMars frá 4. – 6. apríl á eftirfarandi tímum:

Fös. 4 apríl: 12:00 – 20:00
Lau. 5 apríl: 12:00 – 16:00
Sun. 6 apríl: 13:00 – 16:00

Magnús Bjarni Gröndal frá Samtökunum ’78, Anton Jónas Illugason frá Félagi íslenskra teiknara, Gerður Jónsdóttir frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

 

Við þökkum Félagi íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fyrir frábært samstarf í vetur!

 

//

Hugi Þeyr Gunnarsson, graphic designer, won the competition for a symbol for a gender-neutral space, and the prize was awarded on April 3rd at the exhibition Symbol for a gender-neutral space at DesignMarch. The competition is dedicated to the fact that this year marks five years since the adoption of the Gender Autonomy Act in Iceland. Forty proposals were submitted to the competition, which was organized by Samtökin ‘78, the Icelandic Association of Illustrators (FÍT) and the Centre for Design and Architecture (Miðstöð hönnunar og arkitektúrs), and they are all on display at the exhibition itself.

Hugi’s work shows the outlines of four people overlapping, creating a space that contains more than one person at a time. This overlap is symbolic of the purpose of gender-neutral spaces, which are shared spaces for everyone.

Hugi Þeyr graduated from the Icelandic Institute of Art and Design in the spring of 2024, having previously completed a composition program at the same school. He is currently doing an internship in Finland at the advertising agency Ääri.

Second place went to Kateřina Blahutová for a logo based on the font symbol *, which is used both as an inclusion symbol in written language in some languages, and also as a deletion symbol for sensitive or personal information. Two proposals shared third place. On the one hand, the proposal by Laufey Jónsdóttir and Steinþór Rafn Matthíasson, and on the other hand, the proposal by Kristin Gunnar Atlason.

The aim of the competition was to create a clear, scalable and international symbol that works against gender binary and can be used in the design of the future – both in Iceland and abroad.

The competition jury consisted of Bjarndís Helga Tómasdóttir, president of Samtökin ‘78, Reyn Alpha, president of Trans Ísland, Elías Rúni, graphic designer and board member of FÍT, Hrefna Sigurðardóttir, graphic designer and lecturer at the Iceland Academy of the Arts, and Hjalti Karlsson, graphic designer, Karlssonwilker NY.

The exhibition, which is held on Kolagata, Hafnartorg, will be open at HönnunarMars from 4 – 6 April at the following times:

Fri. 4 April: 12:00 – 20:00
Sat. 5 April: 12:00 – 16:00
Sun. 6 April: 13:00 – 16:00