Skip to main content
search
Uncategorized

Þar sem réttlætisins var þörf

By 15. nóvember, 2005No Comments

Hvers konar kirkja erum við í dag? Erum við kirkja sem tökum áhættu eða erum við meðvirk kirkja? Erum við kirkja, samfélag sem tökum frumkvæði í málefnum minnihlutahópa? Eða erum við kirkja með fortíðarþrá, kirkja sem skilur ekki hvað það merkir að fæðast að nýju? Ekki frekar en Nikódemus forðum, blessaður gamli maðurinn, sem hélt að hann þyrfti að komast aftur inn í líf móður sinnar til að fæðast að nýju og sjá Guðs ríki.

Viljum við ekki vera kirkja sem fæðist að nýju inn í samtímann, kirkja sem talar sannleika Jesú inn í aðstæður manneskjunnar í dag, náunga okkar, sem líður vegna þess hver hann eða hún er. Já, vegna þess að hún er kona, hann er útlendingur, hún er lesbía, hann er hommi. Jesús sagði við Nikódemus: Yður ber að fæðast að nýju. Vindurinn blæs þar sem hann vill, og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki, hvaðan hann kemur eða hvert hann fer. Svo er um þann sem af andanum er fæddur. Já, svo er um þann sem af andanum er fæddur, hann leiðist af anda sem blæs þar sem sannleikans er þörf, þannig var og er Kristur, talaði réttlætið þar sem réttlætisins var þörf.

Hildur Eir Bolladóttir í predikun í Laugarneskirkju vorið 2005.

Leave a Reply