Skip to main content
Uncategorized

Þetta voru ekki vondar manneskjur

By 16. febrúar, 2007No Comments

Síðan gerist það að ég næ þeim árangri sem ætti í raun að vera hápunkturinn í lífi hvers íþróttamanns, ég kemst á Ólympíuleikana. En fyrir mig var þetta það erfiðasta sem ég hef upplifað og lægsti punkturinn í lífi mínu. Ég er 21 árs og fer til Kaliforníu í æfingabúðir og líð andlegar vítiskvalir. Allt það sem ég þurfti að fela fyrir öðrum var í rauninni að gera út af við mig.

Þessar þrjár vikur eru verstu vikur í lífi mínu. Aðeins eitt komst að í huga mér: Ég hafði gert það upp við mig að eftir leikana ætlaði ég út úr þessum heimi, búa til nýjan Inga Þór og finna hvað það væri sem ég vildi. Ég man ósköp lítið eftir leikunum. Þeir skiptu mig í raun engu máli, en ég vissi að þetta voru mínar lokastundir í íþróttum og með þessum hópi sem ég umgekkst á þessum tíma. Þetta voru ekki vondar manneskjur, en fordómar voru almennir og miklir og ég hafði ekki kjark til að vera ég sjálfur með þeim.

Ingi Þór Jónsson Ólympíufari. Vefsíða Samtakanna ´78 5. janúar 2006

 

Leave a Reply