Skip to main content
Uncategorized

Þegar lúðalubbar rengja tilfinningarnar

By 8. febrúar, 2005No Comments

„Fyrir börnunum mínum er fullkomlega eðlilegt ástand að eiga tvo pabba og hingað til hafa ekki komið upp nein vandamál. Þau dvelja mikið hjá okkur og vilja til að mynda halda afmæli heima hjá okkur jafnt og hjá móður sinni. Skólinn hefur einnig verið frábær í samstarfi og á hrós skilið. Það var einnig sérstaklega gaman að sjá hversu áhugasöm börnin okkar voru um staðfestingu sambúðar okkar og höfðu þau sérstaklega gaman af að segja fólki frá veislunni. Ég get því sagt að hræðsla fólks við að börn, sem alist upp hjá samkynhneigðum foreldrum, verði fyrir einhverjum skaða eða aðkasti, er algjörlega ástæðulaus. Fólk er alltaf hrætt við það sem ógnar þeim veruleika sem það þekkir. Ég er orðinn þreyttur á því að alltaf skuli vera dregnir upp einhverjir lúðalubbar til að rengja tilfinningar mínar. Ég get nefnilega alveg sagt ykkur sjálfur frá því hvernig mér líður og engir ofstækismenn með Biblíuna á lofti geta breytt því hver ég er.“

Felix Bergsson í Vikunni 2000.

Leave a Reply