Skip to main content
search
Uncategorized

Þjónusta Samtakanna '78

By 9. janúar, 2009No Comments

Að vera hinsegin og þekkja enga aðra í sömu sporum getur verið erfitt og hundleiðinlegt! Í Samtökunum ’78 gefst þér tækifæri til að kynnast skemmtilegu fólki sem deilir samskonar reynslu og þú.

Félagsmiðstöð

Samtökin´78 reka menningar- og þjónustumiðstöð á Suðurgötu 3 í Reykjavík sem er öllum opin.Við erum með fjölbreytta dagskrá!. 

Fræðsla

Samtökin ´78 bjóða upp á fjölbreytta fræðslu til nemenda og starfsfólks skóla, starfsfólk heilbrigðisstétta og atvinnulífið. Fyrirkomulag og lengd fræðslunnar er mismunandi eftir áherslum hverju sinni en yfirleitt er um að ræða um klukkustundar langa fundi. 

Ráðgjöf

Ráðgjöf Samtakanna ’78 bíður upp á einstaklingsviðtöl, paraviðtöl og fjölskylduviðtöl. Ráðgjöfina sækja hinsegin fólk, aðstandendur þeirra og fagfólk, t.d. kennarar sem vilja ráð vegna hinsegin málefna. Samtökin bjóða einnig upp á ókeypis lögfræðigráðgjöf. 

Hafðu samband – það er fyrsta skrefið!

Til að taka fyrsta skrefið og geta rætt um líðan sína og tilfinningar er gott að geta átt möguleika á að ræða við einhvern sem bæði hefur verið í sömu sporum og hefur einnig mikla reynslu af því að styðja við einstaklinga sem eru að takast á við breytta kynhneigð og/eða kynímynd.  Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa eða fá frekari upplýsingar um ráðgjöfina með því að hringja á skrifstofu Samtakanna78 í síma 552-7878 eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is.

Leave a Reply