Skip to main content
Fréttir

Tillaga til stjórnlagaráðs

By 7. júlí, 2011No Comments

Samtökin 78 hafa ásamt 14 öðrum félagasamtökum/stofnunum sent inn erindi til stjórnlagaráðs þar sem farið er fram á að orðið kynvitund verði hluti af Mannréttindakafla/jafnræðisreglu nýrrar stjórnarskrár.  Nokkuð er síðan kynhneigð var bætt inní jafnræðisregluna og teljum við með því að bæta inn orðinu kynvitund séum við að ná yfir alla hópa hinsegin fólks (sexual orientation & gender identity) samkvæmt skilgreiningu Alþjóða lögfræðinganefndarinnar og Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna.

Við erum mjög ánægð með þessa breiðu samstöðu sem er innan samfélagsins okkar með þetta mál og á vef stjórnlagaráðs má sjá tillöguna í heild sinni og eins hvaða félög þetta voru sem skrifuðu undir. Vefsíðan er tengd við Facebook svo endilega skellið “like” á þetta – kommentið eða sýnið stuðning á hvern þann hátt sem hægt er. 

Leave a Reply