Skip to main content
Uncategorized

Þjóðkirkja?

By 16. febrúar, 2007No Comments

Það er sjálfsagt að kirkjan taki þann tíma, sem hún þarf, til að afgreiða spurninguna um hjónaband samkynhneigðra. En hún getur ekki gert kröfu til þess að aðrir bíði á meðan. Þá niðurstöðu, sem kirkjan kemst að, mun fólk að sjálfsögðu virða. En það væri samt skaði, ef þjóðkirkjan ýtti samkynhneigðum frá sér. Það myndi stuðla að því að enn fleiri úr þeirra hópi, vina þeirra og ættingja, yfirgæfu hana og sæktu til ört stækkandi fríkirkjusafnaða. Og það myndi veikja tilkall hennar til heitisins þjóðkirkja.

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 12. febrúar 2006

 

Leave a Reply