Skip to main content
Fréttir

Tónleikar með tilgang

By 25. febrúar, 2014No Comments

6. mars ætla Samtökin ’78 & Amnesty International á Íslandi, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði að standa fyrir styrktartónleikum. 

Á tónleikunum koma fram Hinsegin kórinn, Sigga Beinteins & Stjórnin, Páll Óskar og Retro Stefson. 

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 í Hörpu og munu standa í um tvo tíma. 

Miðaverð verður 2000 kr og rennur allur ágóði óskiptur til hinsegin fólks í Úganda.

Meiri upplýsingar berast á allra næstu dögum. 

Mannréttindi hinsegin fólks í Úganda eru fótumtroðin og fyrir liggur að frumvarp sem kveður á um lífstíðarfangelsi við samkynhneigð verði lögfest í landinu. Með því verður rótgróið hatur og mismunum gagnvart þeim sem eru eða teljast hinsegin, fest í sessi.
Samtökin ´78 og Íslandseild Amnesty International styðja 
úgönsk grasrótarsamtök hinsegin fólks í mannréttindabaráttu þeirra fyrir réttindum sínum. Eftir að Amnesty bauð lesbísku baráttukonunni Köshu til Íslands í fyrra ákváðu Samtökin ´78 að hefja samstarf við baráttusystkini í Úganda.

Tilgangur styrktartónleikana er að vekja athygli Íslendinga á stöðu hinsegin fólks í Úganda sem og að afla fjár fyrir grasrót hinsegin fólks í Úganda, svo þau geti hratt og örugglega unnið gegn frumvarpinu og opnað augu samlanda sinna fyrir hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér. 

Tíminn er naumur og nú verða allir að taka höndum saman til að koma í veg fyrir að þetta skelfilega frumvarp verði að lögum.

Leave a Reply