Trans-aktívismi á Íslandi blómstrar um þessar mundir. Hér er myndband sem Trans Ísland framleiðir. Þar situr trans fólk fyrir svörum og ræðir sumar af þeim undarlegu spurningum sem þau fá.
Trans Ísland safnaði saman spurningum sem trans fólk fær oft og fékk nokkra trans einstaklinga til að svara þeim.
Tilgangurinn með þessu er meðal annars að bæta við þekkingu fólks á málefnum trans fólks, en einnig til að benda á það að margar spurningar sem trans fólk fær reglulega eru mjög óviðegandi og eitthvað sem cis fólk myndi aldrei fá undir sömu kringumstæðum.
Fram komu, í birtingarröð:
Alda Villiljós (hán)
Kári Blöndal (hann)
Ugla Stefanía (hún)
Sandra Rós (hún)
Alexander Björn (hann)
Þórunn (hún)