Skip to main content
Fundargerðir

Trúnaðarráðsfundur 11.5.14

By 17. september, 2014No Comments

Fundur settur kl. 17:13

Mættir: Sigga Rósa, Anna Margrét, Setta, Sólver, Rebekka (FAS), Jón X, Embla, Unnsteinn, Agni (Ung), Hulda Marin, Auður M. Sigurður Júlíus

1. Skipun fundarritara: Sólver skipaður án mótmæla.

2. Störf stjórnar og trúnaðarráðs:
Opið: Samþykktar fundargerðir stjórnar eru inni á vef.
Sjúlli, spurt: Hvernig rúllar árið af stað? Meira starf í gangi en vanalega, betri starfsandi frá árum áður eftir að stóru málin eru komin í höfn, kynslóðaskipti, betri stemning í þjóðfélaginu.
Sp. Vangaveltur, hlutverk trúnaðarráðs? Húsnæismál (fluttningur S78 yfir á Suðurgötu). Rætt um húsnæðisnefndina. Spurt um þarfagreiningu f. nýja húsnæðið v. aðkomu fagaðila að innri hönnun húsnæðis. Biðja um kynningu á rými fyrir mismunandi hópa innan S78, áhersla lögð á aðgengi og lyftu niður í kjallara. Beðið um að fá upplýsingar inn á stjórn & trúnaðarráðsgrúbbuna. Bókað að þeir sem eru að hanna, séu búnir að ræða við fulltrúa hópana (þarfagreiningu og rýni), og með í ferlinu að. Virkja ungliðina að koma að fundum og innvolvera inn í ferli trúnaðarráðs og það sem gerist innan S78.
1. Aðkoma trúnaðarráðs að flutningum
2. fá upplýsingar um hönnunina og ferlið inn á stjórn & trúnaðarráðsgrúbbuna.
3. Að komið sé á samráðsferli við hópanna.

3. Sameiginlegur fundur stjórnar og trúnaðarráðs:
Sameiginlegi fundurinn: Ýta á eftir stjórn að ganga frá þeim fundi (fundarskýrslu, vinnublöðum). Gott að fá upplýsingar; hvað á að gera, hver á að gera það og hvenær. Stjórnin er að læra að sleppa takinu (vanist því að gera allt). Bendum stjórn á að drífa sig að klára og drífa það af sér.
Off topic (Chonncetta Wurst- umtal):

4. Bi/pan málefni – umræður:
SJ, er eitthvað sem við teljum að S78 geti gert til að setja af stað málstofu etc.
Áberandi trend í gögnum um að tvíkynhneigðir finni fyrir meiri fordómum. Spurning um að legga til þjónustukönnun innan okkar raða, (samtakamáttur). Að stjórn viðhaldi inclusive mælgi. Leynt vandamál af því að þeir sem eru utan LG skilgreiningu haldi að þeir séu ekki velkomnir. Rætt um að bæta andann almennt hjá félagsmönnum, með fræðslu, svo hinsegin fólk (annað en LG) hrökklist ekki út og komi aldrei aftur. Rætt um stöðu fæðingarvottorð transfólks.
Hugmynd að leggja út í fræðsluátak jafnvel út í samfélagið líka. Benda á að jarða fyrirframgefnar hugmyndir um kynhneigð fólks em það hittir innan veggja okkar samfélags.
Rætt um orðabókahugmyndina, liggur hjá fræðslunefndinni. Spyrja fulltrúa fræðslunefndar um stöðuna og í framhaldinu að því möguleikann á orðabókapönki. Rætt um stöðu FAS bæklingsins.

5. Staða mannréttindaviðurkenningarinnar:
Nefndarskipanin er ekki komin á laggirnar, rætt um breytingu á fyrirkomulagi tilnefningarinnar. Óskað eftir að boða einhvern úr mannr.nefndinni á fund með stjórn.

6. Önnur mál:
Rætt um aðkomu trúnaðarráðs að göngunni/hinsegin dögum. Koma þemunni/conceptinu fyrr inn, og beint til stjórnar S78 að vera með róttæka þemu þetta árið.
18:23 fundi slitið

Leave a Reply