Skip to main content
Fréttir

ÞVERSAGNIR ÁSTAR OG ANDÚÐAR

By 12. febrúar, 2006No Comments

Þorvaldur Kristinsson heldur fyrirlestur í á vegum Mannfræðifélags Íslands í Reykjavíkur-Akademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð, þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20.

Fyrirlestur Þorvaldar nefnist Kynhneigð, vald, fjölskylda og þar reifar hann ýmsar áleitnar spurningar sem tengjast sambandi samkynhneigðra við upprunafjölskyldur sínar. Hvert er samband fjölskyldunnar við „hommann í ættinni“? Er fjölskyldan styrkur hans eða byrði? Erindið byggist á rannsóknum höfundar á lífssögum nokkurra íslenskra homma á ólíkum aldri. Umræður að erindinu loknum. Allir velkomnir

Leave a Reply