Vegna yfirvofandi lagasetningar þingsins í Úganda sem brjóta gróflega á mannréttindum hinsegin fólks og aðstandendum hafa Samtökin ´78 sent frá sér eftirfarandi texta:
Til sendiráða Úganda á norðurlöndum og í London sem og sendiráða nágrannaríkja Úganda:
Stop executions and violence against homosexuals in Uganda
Samtökin ‘78, The National Queer Organization of Iceland expresses their deep concern and sorrow because of the Anti-Homosexuality Bill the Ugandan parliament is currently discussing. Executions and imprisonment of people because of their sexual orientation and gender identity are in harsh violation of international human rights declarations and treaties.
We urge the Ugandan government and the people of Uganda to reject these horrible and inhumane laws and to respect that all human beings are born free and equal in dignity and rights, and that everyone is entitled to the enjoyment of human rights without distinction of any kind such as race, colour, sex, sexual orientation, gender identity, language, religion, political or other opinion, national or social origin, property, birth or other status.
We also demand that all development aid to Uganda be stopped immediately until steps have been taken to amend all disturbing violence, harassment, discrimination, exclusion, stigmatization and prejudice towards homosexual and transgender people in Uganda.
Fréttatilkynning send á íslenska fjölmiðla:
Fréttatilkynning
Samtökin ´78 hafa sent frá sér ályktun til sendiráðs Úganda í London og á norðurlöndunum þar sem krafist er að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að fullu og fallið verði frá lagasetningu um dauðarefsingar og fangelsisvist vegna samkynhneigðar. Afrit hefur einnig verið sent til sendiráða Kenía, Rúanda, Tansaníu og Kongó.
Samtökin ´78 skora á íslensk stjórnvöld að hætta umsvifalaust allri þróunaraðstoð við Úganda sem og önnur lönd sem ekki virða mannréttindi hinsegin fólks. Auk þess skora Samtökin ´78 á íslensk stjórnvöld að hvetja ríkisstjórnir annarra norðurlanda til að gera slíkt hið sama.
Áskorun send á íslensk stjórnvöld:
Áskorun
Samtökin ´78 skora á íslensk stjórnvöld að taka skýra og einarða afstöðu vegna yfirvofandi lögleiðingu mannréttindabrota í Úganda.
Við fögnum ummælum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á þá leið að þróunaraðstoð Íslands við Úganda verði endurskoðuð nái lögin fram að ganga, en teljum að betur megi ef duga skal. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld lýsi því skýrt yfir að þróunaraðstoðinni verði tafarlaust hætt verði þetta frumvarp ekki felt af dagskrá Úganska þingsins.
Frumvarp þetta hefur farið inn og út af dagskrá þingsins í um 2 ár og þarf hinsegin fólk í Úganda stöðugt að óttast að þessi lög verði að veruleika.
Hvetjum við til þess að íslenska ríkið fari í endurskoðun á allri þróunaraðstoð í heild og skilyrði hana við virðingu mannréttinda. Teljum við bráðnauðsynlegt að íslenska ríkið setji þrýsting af fullum þunga á ríkisstjórnir anarra norðurlanda um slíkt hið sama.
Líf fjölda fólks er í húfi, sitjum ekki aðgerðalaus hjá.