Á vettvangi Samtakanna ´78 sameinast fólk um hugðarefni sín og áhugamál í margs konar hópum. Sumir hóparnir eru formlega hluti af Samtökunum ’78, svo sem Norðurlandshópurinn og ungliðahópurinn, en auk þeirra eru starfandi ýmsir hópar og félög sem ekki eiga bein tengsl við Samtökin ´78 en nýta sér gjarnan þá aðstöðu sem samtökin bjóða upp á í samvinnu við stjórn og framkvæmdastjóra. Samtökin ’78 leitast þannig við að eiga gott og náið samstarf við önnur félög hinsegin fólks og styðja þau til góðra verka. Hafðu samband í síma 552 7878 eða sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þú vilt vita meira.

 

Starfshópar á vettvangi Samtakanna '78

Alþjóðamál
Alþjóðanefnd hefur starfað um tíma og ræðir saman á Facebook. Hún er umræðuvettvangur og getur reynst stjórn félagsins dýrmæt ráðgjöf og stuðningur varðandi alþjóðamálin. Áhugasamir sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fræðsla og rannsóknir
Fræðslunefnd er vettvangur áhugafólks um fræðslustarf Samtakanna '78 og rannsókna á málefnum hinsegin fólks og er stjórn félagsins til ráðgjafar um mótun þessara þátta. Hafirðu áhuga á að taka þátt í að móta og framkvæma fræðslustarf og rannsóknir er um að gera að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jafnréttis- og umhverfisstefna
Hópur um jafnréttis- og umhverfisstefnu hefur starfað síðan síðla hausts 2014 og vinnur að setningu jafnréttis- og umhverfisstefnu fyrir félagið í takti við ályktun aðalfundar 2013 um umhverfiisstefnu. Hópurinn vinnur með umhverfi og jafnrétti í víðu samhengi, skoðar ólíkar mismunarbreytur, einelti og vinnur með aðgerðaráætlun í umhverfismálum, hin svokölluðu Grænu skref. Upplýsingar um starfsemi og aðild gefur Auður Magndís Auðardóttir meðstjórnandi í stjórn Samtakanna '78 í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Norðurlandshópur ungliða
Á Akureyri starfar ungliðahópur hinsegin ungmenna og hittast þau alla fimmtudaga klukkan 20 í Rósenberg, félagsmiðstöð framhaldsskólanema á Akureyri.

Sálfræði- og félagsráðgjöf
Starfandi er lokaður hópur ráðgjafa en hann er vettvangur fagfólks sem menntað er í sálfræði, félagsráðgjöf, leiklistar- og fjölskyldumeðferðar. Ráðgjafarnir sinna sálfræði- og félagsráðgjöf og stuðningi við hinsegin fólk á vettvangi Samtakanna '78. Hafirðu áhuga á að bjóða fram þína fagþekkingu og reynslu við mótun starfsins og ráðgjöfina sjálfa er um að gera að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ungliðar 
Innan Samtakanna '78 er starfandi ungliðahópur og er hann ætlaður hinsegin ungmennum á aldrinum 14–20 ára. Ungliðarnir hittast hvert sunnudagskvöld klukkan 20.00 í húsnæði Samtakanna ´78. Hópurinn er með Facebook síðu.

Ættleiðingar hinsegin fólks
Hópur áhugafólks um hinsegin ættleiðingar er starfshópur sem vinnur að ættleiðingum hinsegin fólks og málefnum þeim tengdum. Upplýsingar um starfsemi og aðild að hópnum eru veittar í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Sjálfstætt starfandi hinsegin félög með hagsmunaaðild að Samtökunum '78

BDSM á Íslandi, stuðnings­ og fræðslufélag fólks með BDSM­-hneigðir. Heimasíða: bdsm.is og Facbook síða:

FAS - Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra hafa það að markmiði sínu að auðvelda foreldrum og öðrum aðstandendum homma og lesbía að hitta aðra í sömu stöðu, nálgast upplýsingar um fræðslu og stuðning og efla sýnileika aðstandenda í samfélaginu. Facebook síða

FAS-N - Norðurlandsdeild Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, heldur fundi annan fimmtudag hvers mánaðar klukkan 20.00 í Oddeyrarskóla, gengið inn að norðanverðu. Fulltrúar úr stjórn FAS-N eru til viðtals á sama stað hálftíma fyrir fund.

HIN - Hinsegin Norðurland, samtök hinsegin fólks á Norðurlandi. Hópurinn hefur aðsetur á Akureyri og heldur úti Facebook síðu og heimasíðunni hinsegin.net.

Hinsegin dagar eru sjálfstætt félag sem sér m.a. um að undirbúa hinsegin hátíðahöld sem haldin eru aðra helgi í ágúst á hverju ári með glæsilegri gleðigöngu og útihátíð. Félagið heldur úti vefsíðunni www.reykjavikpride.com og er einnig með Facebook síðu.

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað síðan. Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks að hittast og njóta söngs; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.Hægt er að hafa samband í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Vefsíða kórsins er www.hinseginkorinn.is og kórinn heldur einnig úti Facebook síðu.

Intersex Ísland er eitt af yngstu félögunum í hinsegin flórunni - stofnað þann 27. júní 2014. Félagið hefur verið mjög öflugt og sýnilegt frá stofnun og starfar náið með Samtökunum '78 að réttindum og lífsgæðum intersex fólks. Félagið heldur úti heimasíðunni intersex.samtokin78.is og einnig Facebook síðu.

Íþróttafélagið Styrmir hefur verið starfandi síðan í september 2006 og heldur úti öflugu og skemmtilegu hinsegin íþrótta- og tómstundastarfi. Félagið er með Facebook síðu.

Q - Félag hinsegin stúdenta er hagsmuna- og skemmtifélag stúdenta við Háskóla Íslands og aðra skóla á háskólastigi. Hópurinn er opinn fólki á aldrinum 18-35 ára óháð menntunarstigi. Vikuleg Q kvöld eru haldin í húsnæði Samtakanna '78 á föstudagskvöldum kl. 20.00. Vefsíða félagsins er www.queer.is og félagið er einnig með Facebook síðu.

Trans-Ísland er félag transgender fólks á Íslandi. Félagið berst fyrir réttindum og lífsgæðum trans fólks, stuðlar að umræðu og sýnileika og veitir trans fólki félagslegan vettvang og stuðning. Félagið heldur fundi fyrsta miðvikudag hvers mánaðar  í húsnæði Samtakanna '78 kl. 20.00. Vefsíða félagsins er trans.samtokin78.is og hægt er að hafa samband í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Félagið er einnig með Facebook síðu.

 

Önnur sjálfstætt starfandi hinsegin félög

Bears on Ice er vinahópur sem skipuleggur Bears on Ice hátíðina sem er haldin í september ár hvert. Hátíðin er vinalegur viðburður fyrir birni og vini þar sem mönnum gefst kostur á að sjá svolítið af Íslandi og skemmta sér með sínum líkum frá öllum heimshornum. Einnig er um smærri viðburði að ræða á öðrum tímum árs. Birnirnir halda úti vefsvæðinu www.bearsonice.org og eru líka með Facebook síðu.

HLDI - Samtök heyrnarlausra lesbía og homma. HLDI eru sjálfstæður félagsskapur með það að markmiði að standa vörð um réttindi og baráttumál samkynhneigðra heyrnarlausra og skapa góðan vettvang fyrir félagslíf.

 

 

|