Samtökin voru stofnuð 1978 og það endurspeglast í nafni og merki samtakanna í dag. Merkið er hannað árið 2006 af Bjarka Lúðvíkssyni
Hughrif
Merkið er líflegt og litríkt eins og meðlimir samtakanna og renna litirnir og formin í logoinu saman sem tákn um samstöðu þeirra sem eru í samtökunum.
Litirnir vísa í regnbogann sem er tákn hinsegin fólks og stendur fyrir fjölbreytileika og von.
Á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan Samtökin ´78 voru stofnuð hefur mikið áunnist í réttindabaráttu hinsegin fólks og viðurkenningu þeirra í samfélaginu og það endurspeglast í merki samtakanna.
Margverðlaunað
Merki Samtakanna hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars fyrstu verðlaun í flokki vöru- og firmaauglýsinga á verðlaunahátíð ÍMARK. Einnig vann merkið hönnunarverðlaun Eulda en það er hönnunarkeppni sem hefur það að markmiði að verðlauna bestu vörumerki og lógó í Evrópu. Í viðurkenningarskyni var merkið birt í European Logo Design árbókinni 2007.