Skip to main content
Umsögn

Umsögn um fæðingar- og foreldraorlof

By 7. desember, 2020janúar 17th, 2021No Comments

Samtökin ‘78 benda á að fjölskyldur eru mun fjölbreytilegri en ráða má af frumvarpinu, sem hefur þann yfirlýsta tilgang að tryggja samvistir barna við báða foreldra sína. Mörg börn eiga fleiri en tvo foreldra og rétt væri að löggjafinn tæki mið af því. Fjölskyldur hinsegin fólks eru t.d. oft samsettar frá upphafi, t.a.m. börn sem verða til þegar samkynja par og einstaklingur stofna fjölskyldu saman, eða þegar tvö samkynja pör gera það sama.

Eins og staðan er hafa þessi börn engin réttindi gagnvart sumum foreldrum sínum, því núverandi lagaumhverfi gerir ekki ráð fyrir fjölskylduformi þeirra. Við hvetjum Alþingi til þess að gera breytingar þar á.

F.h. Samtakanna ’78
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður