Skip to main content
AuglýsingFræðslustarf

Vilt þú taka þátt í hinsegin fræðslu?

By 6. september, 2018janúar 25th, 2020No Comments

Vilt þú taka þátt í hinsegin fræðslu Samtakanna ’78?
Nú er tækifærið – sæktu um! Vegna mikillar eftirspurnar hefur umsóknarfrestur verið framlengdur og annað námskeið verður haldið helgina 29-30 september.

Jafningjafræðararnir eru ungt fólk á aldrinum 16-30 ára sem fræða annað ungt fólk á öllu landinu um hinsegin veruleikann. Þau fá þjálfun hjá Samtökunum ’78 sem sjá um skipulagningu fræðslunnar. Algengast er að unglingar í 8-10 bekk fái heimsókn frá jafningjafræðurum Samtakanna ’78 en einnig er nokkuð um heimsóknir í framhaldsskóla og svo allskonar aðra hópa. Þetta er sjálfboðaliðastarf sem krefst þónokkrar skuldbindingar en á móti kemur frábær félagsskapur, æfing í að tala fyrir framan fólk og svo er þetta einstaklega gefandi starf.
Hefur þú áhuga á að vera með? Segðu okkur aðeins frá sjálfu/m/ri þér og aldrei að vita nema þér verði boðið í hópinn!
SÆKJA UM