Það eru ýmis æviskeið auðveldari en unglingsárin, þar sem tilveran vill fara svolítið á hvolf, líkaminn tekur breytingum á stjarnfræðilegum hraða og samskipti, mörk og viðhorf eru í stöðugri endurskoðun. Það er mikilvægt fyrir unglinga og ungmenni að eiga öruggt skjól; samastað þar sem þau fá að vera þau sem þau eru, umgangast jafningja sína og tilheyra. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í hinsegin félagsstarfi fyrir unglinga og ungmenni og hinsegin hittingar og félagsmiðstöðvar hafa sprottið upp
Hér er yfirlit yfir hinsegin félagsstarf fyrir ungt fólk um allt land.
Athugið að opnunartímar gætu tekið breytingum og er því best að leita upplýsinga t.a.m. á Instagram-síðum félagsmiðstöðvanna eða starfsfólki viðeigandi félagsmiðstöðva.
Reykjavík
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna '78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-17 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Markmið starfseminnar er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin barna, unglinga og ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin börnum í skóla og frístundastarfi.
Aldur: 10-17 ára.
Staðsetning:
10-12 ára Spennistöðin við Barónsstíg
13-16 ára Spennistöðin við Barónsstíg
16-17 ára Suðurgata 3
Instagram: hinseginfelagsmidstods78
Hinung
HinUng er félagsstarf ætlað ungmennum á aldrinum 18-25 ára sem eru hinsegin, eru í hinsegin pælingum eða langar að hitta fólk þar sem öll eru boðin velkomin.
Aldur: 18-25 ára
Staðsetning: Samtökin ‘78 // Suðurgata 3, Reykjavík
Instagram: hinsegin.ung
Gaymstöðin
Gaymstöðin er hinsegin félagsmiðstöð frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar. Markmið starfsins er að skapa öruggt rými fyrir hinsegin ungmenni og brúa bilið milli hinsegin starfsins og hefðbundins félagsmiðstöðvastarfs. Í Gaymstöðinni fá hinsegin ungmenni í Laugardalnum að kynnast starfsfólki frá ýmsum starfsstöðvum Kringlumýrar, sem styrkir vonandi frekari þátttöku á vettvangnum.
Aldur: 13-16 ára
Staðsetning: Hofið // Leirulækur 2 // Útihúsin við Laugalækjaskóla
Instagram: gaymstodin
Hinsegin Breiðholt
EKKI STARFANDI
Hinsegin Breiðholt eru hinsegin opnanir á vegum frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs. Öll ungmenni 13-16 ára sem eru hinsegin eða áhugsöm um hinsegin málefni eru velkomin. Ungmennin ákveða sjálf fjölbreytta dagskrá og eru mörg einnig virk í starfi Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Hinsegin Breiðholt vill auka sýnileika í hverfinu, veita öruggt og skemmtilegt umhverfi og skapa góð tengsl.
Aldur: 13-16 ára
Staðsetning: Félagsmiðstöðin Hellirinn // Kleifarsel 18
Instagram: hinseginbreidholt
Sikkris
EKKI STARFANDI
Sikkris er vettvangur fyrir öll hinsegin ungmenni og samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Brúarinnar (Reykjavík) og Bólsins (Mosfellsbæ), með starfsfólki frá Sigyn, Bólinu og Brúnni. Sikkris hefur aðstöðu í Höllinni í Grafarvogi, sem er sértæk félagsmiðstöð. Ungmennum er frjálst að koma og fara eins og þau vilja og mikil áhersla er lögð á að skapa öruggt rými fyrir öll svo að þeim líði vel og geti verið þau sjálf.
Aldur: 13-18 ára
Staðsetning: Höllin // Egilshöll
Instagram: sikkris.hinsegin
Hafnarfjörður
HHH - Hinsegin Hittingur í Hafnarfirði
HHH – Hinsegin hittingur í Hafnarfirði er hugsaður fyrir ungmenni í 5.-10. bekk sem skilgreina sig hinsegin á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum og áhugasöm um hinsegin málefni. Einnig má mæta sem stuðningur ef þau þekkja til einhvers sem gæti haft gott af því að mæta. Markmið starfsins er að ungmennin upplifi sig örugg, velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggist að stórum hluta á jafningjafræðslu og munu ungmennin fá það verkefni að vekja athygli á málefnum hinsegin ungmenna og fagna fjölbreytileikanum í Hafnarfirði.
Aldur: 5.-10. bekkur
Staðsetning: Félagsmiðstöðin Vitinn í íþróttahúsinu við Lækjarskóla
Instagram: hinseginhittingurihfj
Kópavogur
Hinsegin Félkó
Hinsegin félagsmiðstöð í Kópavogi (Hinsegin Félkó) hóf starf í nóvember 2022. Markmið starfsins er að ungmennin upplifi sig örugg, velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggir að stórum hluta á jafningjafræðslu og munu ungmennin fá það verkefni að vekja athygli á málefnum hinsegin ungmenna og fagna fjölbreytileikanum í Kópavogi.
Byrjað var með opnanir fyrir unglinga í 8.-10. bekk sem skilgreina sig hinsegin á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum og/eða einfaldlega áhugasöm um hinsegin málefni. Einnig eru vinir velkomnir líka.
Aldur: 8.-10. bekkur // Stefnt er á að opna starfið fyrir fleiri aldurshópa.
Staðsetning: Félkó // Fannborg 2
Instagram: hinsegin_felko
Akureyri
Hinsegin Félak
HINSEGIN FÉLAK
Hinsegin FÉLAK eru hinsegin opnanir á vegum félagsmiðstöðvanna á Akureyri. Starfið hófst 2019 og hefur farið stöðugt vaxandi síðan þá. Öll ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem eru hinsegin eða tengja á einhvern hátt við hinsegin málefni eru velkomin að taka þátt í starfinu. Markmið starfsins er að veita hinsegin ungmennum vettvang og tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi, auka sýnileika hinseginleikans, fræða og draga úr fordómum. Draumurinn er að geta aukið við starfsemina á næstu misserum með starfi fyrir miðstig og 16-18 ára.
Aldur: 13-16 ára // Stefnt er á að auka starfsemina og bjóða upp á starf fyrir önnur aldursbil
Staðsetning: Ungmennahúsið Rósenborg // Skólastígur 2
Instagram: @hinsegin_felak