Skip to main content
AlmenntAuglýsingViðburður

Upplyfting í vikulokin

By 4. júlí, 2014október 31st, 2024No Comments

Fengum tvo áhugaverða pósta sem okkur langar til að deila með ykkur:

Hæ hæ ,

Mig langaði að benda ykkur á að Leikhópurinn Lotta er að sýna sýningu sem heitir Hrói Höttur og er blanda af Þyrnirós og Hróa Hetti. Í sýningunni er dásamleg og falleg fyrirmynd af hinsegin einstaklingum (í ævintýrinu sjálfu) og mér finnst sem samkynhneigðu foreldri algjörlega nauðsynlegt að við fáum fólk til að sjá sýninguna.

Ég er búin að fá sérstakt tilboð fyrir hinsegin fólk sem er 1000 kr miðinn í staðinn fyrir 1900 og við ætlum að fjölmenna þann 30.júlí.

Miðar eru pantaðir í gegnum mig (kollaskafta@gmail.com) og afhentir á staðnum.

Kv,
Kolla

 

Eins barst okkur ábending frá Bíó Paradís um EYE ON FILMS prógrammið þeirra sem rúllar í sýningu frá 11. júlí til 31. ágúst, en meðal þeirra mynda sem sýndar eru er myndin „Before You Know It“, bandarísk heimildamynd um hinsegin eldri borgara. Mælum með því að allir kíki á stikluna sem finna má hér

Leave a Reply