Skip to main content
Uncategorized

Útrýmið eigin fordómum!

By 15. nóvember, 2005No Comments

Það gleymist stundum, að fjölmargir samkynhneigðir einstaklingar eiga börn – áætlað hefur verið að hér á landi eigi allt að 1000 börn samkynhneigða foreldra – og engar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á högum þessara barna, renna stoðum undir að þau eigi erfiðara uppdráttar en önnur. Í mörg hundruð blaðsíðna skýrslu þingmanna- og sérfræðinganefndar, sem lagði grundvöllinn að ákvörðun sænska þingsins sl. sumar, er farið rækilega yfir fjöldann allan af rannsóknum á börnum, sem alast upp hjá samkynhneigðum pörum. Niðurstaða nefndarinnar er að það sé enginn munur á getu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra foreldra til að veita börnum sínum umhyggju og gott uppeldi. „Börn samkynhneigðra foreldra þróast sálrænt og félagslega með sambærilegum hætti og börn gagnkynhneigðra foreldra. Enginn munur hefur heldur komið fram hvað varðar þróun kynhneigðar barnanna,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar.

Þeir, sem hafa áhyggjur af því að börnum samkynhneigðra sé strítt eða að þau líði hugsanlega fyrir eigin samkynhneigð, ættu fremur að beita sér fyrir því að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigð en reyna að hindra að samkynhneigt fólk eignist börn.

Ritstjórn í Reykjavíkurbréfi, Morgunblaðið 9. nóvember 2002.

Leave a Reply