Skip to main content
Uncategorized

Við erum ekki kynóð

By 8. febrúar, 2005No Comments

„Mjög margir vita ekki hvað það er að vera tvíkynhneigður. Sumir halda að það þýði að fólk sé tvítóla. Aðrir halda því fram að tvíkynhneigðir séu fólk sem vilji bara sofa hjá hjónum, aðilum af báðum kynjum í einu. En það er ekki þannig sem við upplifum kynhneigð okkar. Við getum bara hrifist af báðum kynjum. Svo einfalt er það. Ef maður er í traustu sambandi hefur maður enga þörf til að sofa hjá öðrum. Það er bara eins og hjá öllum sem eru í samböndum. Við erum ekki kynóð. Fólk heldur stundum að tvíkynhneigðir séu á eilífu flandri á milli einstaklinga í leit að kynlífi. Ég hef oft verið spurður að því hvort konan mín sætti sig við það að ég eigi ástmenn úti í bæ. Sem er náttúrlega bara kjaftæði.“

Sigurbjörn Svansson í Mannlífi 1993.

Leave a Reply