Gwen Haworth kvikmyndagerðarmaður frumsýnir á Íslandi kvikmynd sína – Hún er strákur sem ég þekkti – á laugardaginn 27. september 2008. Þetta er mjög náin og persónuleg lýsing á breytingaskeiði hennar úr karlkyns í kvenkyns (en: male to female skst. MTF) þar sem hún beinir myndavélinni að sér sjálfri og fær fjölskyldu og vini til að tjá sig.
Gwen Haworth kvikmyndagerðarmaður frumsýnir á Íslandi kvikmynd sína – Hún er strákur sem ég þekkti – á laugardaginn 27. september 2008. Þetta er mjög náin og persónuleg lýsing á breytingaskeiði hennar úr karlkyns í kvenkyns (en: male to female skst. MTF) þar sem hún beinir myndavélinni að sér sjálfri og fær fjölskyldu og vini til að tjá sig. Önnu Jonnu Ármannsdóttur var boðið að taka viðtal við hana og fannst það frábært tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum transfólks. Sérhvert viðtal er háð bæði viðmælanda og áheyranda og því fékk hún stutta lýsingu á mér og mínu breytingaskeiði og þarmeð því mikilvægasta að hún væri að tala við transkonu sem meðal annars hefur áhuga á kynjafræði.
Anna: Þú hefur líklega séð margar kvikmyndir, sýningar og þætti þar sem fram kemur fólk sem hefði mátt halda að væri transpersónur. Hver er þín skoðun á sumum þessara persónulýsinga með tilliti til staðalímynda og gildismats.
Haworth: Mér finnst ótrúlegt að margir kvikmyndagerðarmenn halda að þeir séu að gera nýskapandi kvikmyndir þegar þeir sýna transgender fólk sem fórnarlömb og áhrifalaus á eigið líf. Það sem þeir skilja ekki, er að kvikmynd þeirra hefur verið gerð mörgum sinnum áður, bara með svolítið öðrum spuna. Flestir þessara kvikmyndagerðarmanna eru ekki transgender eða hinsegin, svo þeir eru venjulega ómeðvitaðir um mergðina af valdeflingarlausum framsetningum sem eru til nú þegar og sem hafa neikvæð áhrif á sjálfsmat transgender samfélagsins og hvernig hinn hluti samfélagsins skynjar okkur.
Anna: Gætir þú nefnt nokkur dæmi um raunsæa eiginleika í skálduðum transpersónum?
Haworth: Það er gömul kvikmynd, en mér líkar virkilega vel sú transkona sem John Lithglow leikur í kvikmyndinni The World According To Garp. Lithglow leikur transkonu sem er hávaxin, herðabreið, og var áður fótboltamaður. Það sem mér líkar best við þessa persónu, er að hún hefur fundið frið innra með sér, hún er opin varðandi hver hún er, og leyfir öllum sínum kvenlegu og karmannlegu eiginleikum að njóta sín, óháð kynsemd (en: gender identity) sinni. Ég held að þetta sé nokkuð sem bæði trans fólk og ótrans fólk geta lært mikið af.
Anna: Almenningsálitið á trans-fólki, lífi okkar, vonum og draumum, hefur batnað mikið á síðustu áratugum. Er ennþá pláss fyrir að almenningsálitið batni?
Haworth: Algerlega. Hingaðtil hefur flest fólk aldrei séð framsetningu á transgender einstaklingi í kvikmynd eða sjónvarpi sem transgender kvikmyndaframleiðandi hefur raunverulega gert.
Ég er viss um að það að vera sinn eigin fulltrúi sé mikilvægur hluti sjálfs-valdeflingar, ( Anna:þess að fela sjálfri sér vald), svo þangað til við byrjum að sjá einhverjar kvikmyndir sem eru framleiddar, skrifaðar og leikstýrðar af transgender kvikmyndagerðarmönnum, í ríkjandi fjölmiðlum, held ég að samfélag okkar eigi enn langa leið að fara, til að breyta almenningsáliti.
Anna: Er það mannlegt eðli, að henda endurteknum upplýsingum og einfalda persónusambönd, þar til allt passar við fyrirfram gefnar hugmyndir? Og hvernig eru viðbrögð okkar þegar við neyðumst til að finna nýjar hugmyndir til að lýsa tengslum okkar við einhvern annann. (Ég veit að þessi spurning er langt úti og heimspekileg svo þú mátt sleppa að svara henni 🙂
Haworth: Viss samfélög, sérstaklega þau sem nota ótta sem úrræði til að viðhalda aga, hafa vissulega tilhneigingu til að ofureinfalda eða útskúfa hverjum þeim sem er álitinn vera öðruvísi en fyrirmyndarborgarinn. Hvað transgender fólk varðar eru staðalímyndirnar sem ég sé af trans konum í Norður Amerískum fjölmiðlum enn ótrúlega afmarkandi og úreltar. Það sem er líklega enn verra er, að trans menn (kona-verður-karl) eru enn næstum ekki til í ráðandi fjölmiðlum. Líttu á þann sæg af kvikmyndum um transfólk í Miðausturlöndum og Asíu sem Norður Amerískir og Evrópskir kvikmyndagerðarmenn eru að gera. Þú munt taka eftir að kvikmyndagerðarmennirnir (venjulega ekki transgender eða hinsegin) eru samt að taka meðvitaða ákvörðun um að nota eingöngu heimildir um trans konur en ekki um trans karla, af þeirri ástæðu að konurnar passa við þær fyrirframgefnu hugmyndir sem kvikmyndagerðarmenn hafa um þær sem valdeflislaus fórnarlömb og útskúfaðar, tilneyddar að vinna í klámiðnaðinum.
Nýlega sá ég viðtal við kvikmyndagerðarmann sem viðurkenndi að þegar hún var að kvikmynda í Íran, ákvað hún að halda ekki áfram að kvikmynda þá einstaklinga sem breytast úr konu í karl (FTM) vegna þess að þeir voru ekki eins “áhugaverðir” fyrir hana eins og þeir sem breytast úr karli í konu (MTF). Hún ákvað að þar sem þjóðfélagið og fjölskyldur (FTM) einstaklinganna sættist miklu auðveldar við þá, að þeir væru minna aðlaðandi fyrir kvikmyndina en valdeflingarlausir og kvíðaþjakaðir MTF einstaklingar. Mér finnst það skelfilegt þegar kvikmyndagerðarmenn ákveða með ráðnum hug að taka ekki jákvæðari frásagnir, í
; þeim tilgangi að leggja áherslu á staðalímyndir neikvæðu frásagnanna.
Ég er sannfærð um að kvikmyndagerðarmenn af þessu tagi séu að gera ódauðlega þá mismunun sem transgender samfélagið horfist í augu við, hvort sem kvikmyndagerðarmaðurinn er nógu næmur til að gera sér grein fyrir því eða ekki.
Anna: Ég þekki persónulega margar transkonur sem hafa gengið gegn um margar mismunandi tegundir af erfiðleikum með fjölskyldum sínum, þegar þær voru að kljást við breytingarnar á tengslum sínum við annað fólk. Viðbrögðin eru stundum afneitun og sorg. Eftir nokkurn tíma verður oft breyting á viðbrögðunum. Þetta er líklega í kvikmyndinni þinni að lýsa þinni eigin reynslu. Þekkirðu aðrar transkonur sem hafa upplifað þetta?
Haworth: Ég þekki margar transkonur og karla sem hafa viðhaldið tengslum við fjölskyldur þeirra. Venjulega er tímabil þar sem fjölskyldan kljáist við að endurskoða tengslin, en ólíkt því sem oft er sýnt í fjölmiðlum, tekst mörgum fjölskyldum að komast í gegn um þetta tímabil.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég gerði þessa kvikmynd. Það eru nærri engar kvikmyndir þarna úti sem eru framleiddar sérstaklega fyrir fjölskyldu og vini transfólks. Þegar einu myndirnar sem fjölskyldur okkar sjá eru neikvæðar mannlýsingar, er skiljanlegt hvers vegna það er svo erfitt fyrir mörg þeirra að veita stuðning. Þess vegna, fannst mér það vera ótrúlega mikilvægt að sýna sögu fjölskyldu minnar, hvernig við kljáðumst í byrjun, en enduðum með að elska og meta hvert annað meir en við höfðum gert áður.
Anna: Samkvæmt staðalímyndinni hefur kvikmynd handrit, leikara og fyrirfram afmarkað umhverfi til að framleiða kvikmyndina. Hvernig skipulagðir þú kvikmyndina þína sem kvikmyndaleikstjóri? Hvernig megnaðir þú að glíma við það ófyrirsjáanlega við að gera svona kvikmynd? Var hægt að taka atriði upp aftur, eða bara kvikmynda frá mismunandi sjónarhornum?
Haworth: Þegar verið er að þróa heimildarmynd, hefurðu oft tilgátu um hvernig frásögnin gæti þróast. Hinsvegar þegar framleiðslan er hafin, þarftu að sleppa öllum forsendum og sýna heimildir frásagnarinnar eins og hún breiðir úr sér. Upphaflega hélt ég að kvikmyndin Hún er Strákur Sem Ég Þekkti yrði tilraunakenndari, en eftir tökurnar á viðtölunum við fjölskylduna mína, skildi ég að kvikmyndin þyrfti að verða heimildarmynd til að geta í raun virt heiðarleikann og viðkvæmnina í svörunum sem fjölskyldan mín gaf mér. Eftir þrjú ár í framleiðslu hefur kvikmyndin vissulega þróast eftir leiðum sem ég hefði ekki séð fyrir í upphafi. Ég vissi þó frá upphafi að inntak kvikmyndarinnar yrði “Fjölskylda” og eftir tökurnar á viðtölunum, var ég nokkuð örugg um að ég hefði efni til að gera trans-heimilarmynd sem aðskilur sig frá hinum.
Anna: Eitthvað sem þú vilt bæta við?
Haworth: Mig langar að hvetja önnur til að fara af stað og segja sínar eigin sögur, í staðinn fyrir að láta “atvinnu” kvikmyndagerðarmann gera það fyrir sig. Við þurfum fleiri frásagnir í fyrstu persónu sem gerðar eru af fólki innan okkar samfélags. Kvikmyndin Hún er strákur sem ég þekkti var unnin sem áhugaverkefni sem ég gerði með kvikmyndavélum sem ætlaðar voru til venjulegrar heimilisnotkunar og án nokkurra styrkja. Kvikmyndin gengur merkilega vel á alþjóðlegum markaði, vegna þess að hún er nýskapandi og hvetjandi sjálfsævisaga sem skapar innlifun og skilning á hátt sem enginn kvikmyndaframleiðandi utan transgender samfélagsins gæti nokkurn tíma náð. Ég er sannfærð um að ef við eigum nokkurn tíma eftir að komast fram hjá hræðslumenningu ráðandi fjölmiðla, þurfum við að fá fjölbreytt samfélög til að gera sínar eigin framsetningar sem hjálpa okkur við að skilja og finna hluttekningu hvert me
– Anna Jonna Ármannsdóttir