Fimmtudaginn 2. september efna nokkrir vinir þýska listamansins Wolfgangs Müllers til samkvæmis honum til heiðurs í bókabúð Máls og Menningar að Laugavegi 18. Samkvæmið hefst klukkan 20.30 og stendur til 22.30. Að þessum viðburði stendur félagskapurinn Vinir Wolfgangs sem samanstendur af nokkrum vinum listamannsins. Wolfgang mun lesa upp úr nýjustu bók sinni um listakonuna Valesku Gert og sýna myndskeið með henni og einnig verða aðrar bækur hans kynntar. Markmiðið er að kynna verk Wolfgangs fyrir Íslendingum og um leið að heiðra Wolfgang og þakka honum fyrir ötult starf á umliðnum árum í menningarsamskiptum Íslands og Þýskalands.Hófið hefst klukkan 20.30 og léttar veitingar verða í boði.