Skip to main content

Alþingiskosningar 2021

Samtökin ’78 hafa sent öllum framboðum spurningar og kvarða sem notaður var til að greina og meta stefnur, kosningaáherslur og ályktanir framboðanna. Þeim er svo gefin einkunn eftir þeim kvarða

Flokkur fólksins

0
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður
  • Stefna gegn hatri, almennt
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd+

Samtals 0 stig af 115 = 0%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Nei framboðið hefur ekki sett sér tiltekna stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum. Framboðið leggur engu að síður áherslu á að fólk í stjórnmálum endurspegli fjölbreytni og fjölmenningu á þeim vettvangi sem og öðrum. Flokkur fólksins styður að hinsegin fólk hafi nákvæmlega sömu réttindi og annað fólk enda stríðir það gegn réttlæti og lýðræði að fara í manngreinarálit varðandi almenn mannréttindi. Flokkur fólksins fordæmir allan hatursáróður og hatursglæpi og vill bæta lög sem snerta hatursglæpi.

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Nei en Flokkur fólksins hefur lagt áherslu á að það sé með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu og einnig að frambjóðendur spanni sem breiðast aldursbil.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Flokkur fólksins hefur lagt áherslu á mannréttindi fyrir alla og fagnar hverju skrefi sem tekið er á Alþingi í átt að auknum réttindum, mannréttindum, lýðræði og samkennd. Flokkur fólksins fagnar þeim áföngum sem náðst hafa og þakkar það ötulli baráttu hinsegin fólks og samtaka þeim tengdum. En betur má ef duga skal.

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Flokkur fólksins á Alþingi styður það og allt sem hjálpar samtökum minnihlutahópa til að komast á þann stað þar sem þau geta haft áhrif til góðs.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Já. Flokkur fólksins hefur skýra framtíðarsýn í baráttumálum hinsegin fólks. Flokkurinn var stofnaður í kringum minnihlutahópa s.s. eldri borgara og öryrkja og til að stuðla að réttlátari tilveru fátækra. Hinsegin fólk er minnihlutahópur sem standa þarf vörð um svo fengin réttindi tapist ekki. Komist Flokkur fólksins til áhrifa á þingi mun hann huga að hagsmunum hinsegin fólks eins og annarra minnihlutahópa í samfélaginu. Kjörorð Flokks fólksins er Fólkið fyrst, og svo allt hitt, og undir þeim hatti er allt fólk.

Framsóknarflokkurinn

0
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður
  • Stefna gegn hatri, almennt
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd+

Samtals 0 stig af 115 = 0%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Framsóknarflokkurinn hefur ekki sett sér sérstaka stefnu hvað varðar að efla hinsegin fólk í stjórnmálum. Hins vegar leggjum við gríðarlega mikla áherslu á jafnrétti fólks líkt og segir í grundvallarstefnuskrá flokksins: „Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum“.
Í Framsóknarflokknum er ávallt er starfandi jafnréttisfulltrúi, það er skylt samkvæmt lögum flokksins. Jafnréttisfulltrúi hefur m.a. það hlutverk að fylgjast með stöðu jafnréttismála og vekja athygli á henni og leggja til úrbætur ef hann telur þeirra þörf.

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Við höfum ekki yfirlit um kynhneigð frambjóðenda á listunum 2021, enda skiptir hún engu máli við val þeirra. Dæmi eru um að hinsegin einstaklingur hafi verið oddviti á framboðslista okkar til Alþingis, en náði því miður ekki kjöri.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Framsókn hefur um árabil beitt sér fyrir eða stutt margs konar umbætur í málefnum hinsegin fólks. Síðast með stuðningi við lög um kynrænt sjálfræði og stuðningi við setningu einna hjúskaparlaga árið 2010.
Veturinn 2005-2006 flutti þáverandi forsætisráðherra Framsóknar, Halldór Ásgrímsson, frumvarp um víðtækar breytingar á lagaákvæðum er vörðuðu réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun). Alþingi samþykkti frumvarpið í júní 2006 sem lög nr. 65/2006. Samtökin 78 kölluðu það þá „einar víðtækustu réttarbætur Íslandssögunnar til handa samkynhneigðu fólki“.

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks og að því hefur verið unnið, einkum með lögum um kynrænt sjálfræði. Við erum tilbúin að vinna áfram að þeim markmiðum áfram í samstarfi við samtökin ef við fáum umboð kjósenda til þess. Einkum þarf að skoða löggjöf um hatursglæpi og stöðu hinsegin umsækjenda um alþjóðlega vernd. Við teljum að Ísland eigi að tala máli hinsegin fólks á alþjóðavettvangi.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Almennt teljum við að ekki sé hlutverk hins opinbera að fullfjármagna hagsmunasamtök, hverju nafni sem þau nefnast. Hins vegar höfum við oft samið við hagsmunasamtök um að fjármagna ákveðin skilgreind verkefni. Félags- og barnamálaráðherra Framsóknar gerði meðal annars slíkan samning við samtökin 78 árið 2018 og meirihluti fjárlaganefndar Alþingis undir formennsku Framsóknar hefur beitt sér fyrir framlögum til samtakanna á þeim vettvangi. Við munum áfram styðja við baki á samtökunum með sambærilegum hætti fáum við umboð kjósenda til þess.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn

0
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður
  • Stefna gegn hatri, almennt
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd+

Samtals 0 stig af 115 = 0%

Svör við spurningum

Framboðið hefur ekki skilað inn svörum

Miðflokkurinn

3
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks (1 stig)
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks (1 stig)
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk (1 stig)
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður
  • Stefna gegn hatri, almennt
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd

Samtals 3 stig af 115 = 2,6%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Miðflokkurinn styður við baráttu hinsegin fólks en hefur ekki markað sér sérstaka stefnu í þeim málum.

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Við eigum fulltrúa í 12. sæti í RVK kjördæmi suður sem er opinberlega hinsegin.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Vantar svar

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Miðflokkurinn sér því ekkert til fyrirstöðu og styður öll góð málefni.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Miðflokkurinn er tilbúinn til að taka málstað hagsmunasamtaka samræmist þau stefnu flokksins. Það er hins vegar eðli hagsmunasamtaka að þau fjármagna sig venjulega sjálf þó oft sé nauðsynlegt að styðja við þau með fjárframlögum.

Píratar

73
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk (5 stig)
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt (5 stig)
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar (4 stig)
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy) (5 stig)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands (5 stig)
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum (5 stig)
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna (5 stig)
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM (3 stig)
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu) (5 stig)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum (3 stig)
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður (5 stig)
  • Stefna gegn hatri, almennt (5 stig)
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd (5 stig)
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd (5 stig)

Samtals 85 stig af 115 = 73,9%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Í jafnréttisstefnu Pírata í Reykjavík segir t.a.m.:

Tryggja skal möguleika allra til þátttöku og aðgengi að lýðræðissamfélaginu.

Píratar eru jafnframt með aðrar stefnur á þessum nótum sem vert er að nefna.
Við eigum t.a.m. stefnu í málefnum trans fólks frá því áður en lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Einnig eigum við metnaðarfulla stefnu um lögbundna kynfræðslu þar sem útgangspunkturinn er að slík fræðsla megi ekki litast af gagnkynhneigðarhyggju heldur taka tillit til fjölbreytileikans. Víðsvegar í öðrum stefnum Píratar er jafnframt minnst á mikilvægi þess að mannréttindi jaðarsettra hópa af öllu tagi séu virt.

Þannig er kveðið á um mikilvægi þess að efla réttindi allra í grunnstefnu Pírata, sem allar aðrar stefnur flokksins byggja á. Þar segir m.a.:

  • Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
  • Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
  • Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
  • Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.

Við stofnun flokksins settum við líka sérstaka jafnréttisstefnu. Í henni kemur fram að:

  • Margt sé enn óunnið til að jafna stöðu ólíkra hópa samfélagsins; þ.m.t. kynjanna, barna, aldraðra, hinsegin fólks, innflytjenda og fatlaðra
  • Píratar berjist gegn mismunun og staðalímyndum um fólk
  • Ekki sé nóg að samfélagið sé umburðarlynt heldur sé mikilvægt að allir einstaklingar séu samþykktir, metnir að verðleikum og fái jöfn tækifæri til að njóta sín, vaxa og dafna
  • Ofbeldi skuli aldrei líðast hvorki andlegt né líkamlegt, og huga þarf sérstaklega að stöðu ólíkra hópa og sníða fræðslu, forvarnir og meðferðarúrræði að ólíkum aðstæðum fólks
  • Hvetja skuli til opinnar og upplýstrar umræðu um jafnréttismál

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Já, og það ofarlega. Það er hinsegin fólk af öllu tagi á framboðslistum Pírata í þessum kosningum líkt og oft áður. Rétt er í þessu samhengi að benda á að fyrsti borgarfulltrúinn, rétt eins og fyrsti forseti borgarstjórnar, sem er trans er úr röðum Pírata.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Á þingi:
Afnámum transskattinn. Studdum lög um kynrænt sjálfræði. Sendum fyrirspurnir um salerni og búningsaðstöðu vegna laganna um kynrænt sjálfræði. Börðumst fyrir því að mismununarlöggjöfin myndi einnig ná yfir kynhneigð og kyngervi. Börðumst hatrammlega gegn brottvísun trans piltsins Manis. Við lögðum til að Samtökin 78 fengju fjárstyrk. Við lögðum til að Ísland styddi Istanbúl-samninginn, sem lýtur ekki aðeins að því að verja konur heldur jafnframt hinsegin fólkið sem verður fyrir hótunum og ofbeldi frá sömu öflum. Við lögðum fram frumvarp um snöggskilnað, sem Samtökin ‘78 töldu til bóta, ekki síst fyrir erlent hinsegin fólk.

Í Reykjavík:

Samþykkt að gera salerni ókyngreind í stjórnsýsluhúsnæði Reykjavíkurborgar til að auka aðgengi allra kynja að Reykjavíkurborg sem starfsstað. Vorum svo gerð afturreka með það (en fundum bráðabirgðamerkingar sem segja frá þessari baráttu og kveða á um öll kyn) vegna reglugerðar frá 1995. Í kjölfarið hefur verið í gangi barátta við að breyta reglugerðum svo að öll fyrirtæki geti boðið upp á ókyngreind salerni. Meðal annars hefur vinnan falist í þrýstingi á ríkið að uppfæra reglugerðir í takt við lög um kynrænt sjálfræði í gegnum samskipti við Vinnueftirlitið, með kæruferlum, úrskurðum og andmælum, bréfaskriftum og ítrekunum.

Vinna við meiri og betri jafnréttis-, kynja- og hinseginfræðslu og kynfræðslu innan Reykjavíkurborgar ásamt þrýstingi á menntamálaráðherra, Menntamálastofnun og háskóla landsins að láta búa til fullnægjandi námsefni og að tryggt verði að allir kennarar fái næga kennslu í þessum fögum til að styðja við markmiðið um meiri og betri jafnréttis-, kynja-, kyn- og hinseginfræðslu.

Vinna við aukið aðgengi að þjónustu borgarinnar, húsnæði og klefum með leiðbeiningum og upplýsingum fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja til að tryggja aðgengi trans og intersex fólks að klefum í takt við þeirra kynvitund en einnig með því að útbúa þriðja klefann í öllum sundlaugar borgarinnar til að tryggja aðgengi fyrir þau sem vilja fremur nýta sér þá. Við höfum staðið fyrir skýrum pólitískum skilaboðum innan stjórnsýslunnar og út á við hvað varðar fulla innleiðingu laga um kynrænt sjálfræði og hvað það þýðir fyrir aðgengi að klefum og salernum og húsnæði. Trans fólk hefur val um þá klefa sem þeim henta og á að njóta stuðnings starfsfólks hvað það varðar án þess að verða fyrir óþægilegri reynslu.

Að auki er í undirbúningi vitundarvakningarátak gegn fordómum, áreitni og ofbeldi og er grunnurinn sprottinn úr samstarfi við Samtökin 78 og Trans Íslandi um aukið aðgengi allra kynja að þjónustu borgarinnar og klefum.

Við höfum einnig látið vinna úttekt á aðgengi allra kynja að húsnæði þar sem þjónusta er veitt og verið er að fylgja henni eftir.

Með jafnréttisúttektum á hverfisíþróttafélögum sem voru unnar í samstarfi við hverfisíþróttafélögin hefur verið stutt við að íþróttafélögin starfi eftir virkri jafnréttisstefnu. Við beittum okkur fyrir að í nýrri íþróttastefnu er gerð sú krafa á íþróttafélögin að börn eigi kost á þátttöku til jafns óháð kynhneigð eða kynvitund.

Píratar hafa stuðlað að góðri samvinnu við Samtökin 78 og Trans Ísland um öll mál er varða trans og hinsegin málefni hjá Reykjavíkurborg.

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Já.  Regnbogakortið leggur mat á hvort að réttindi hinsegin fólks séu sambærileg eða jöfn réttindum sískynja, gagnkynhneigðra, og markkynja fólks.

Í grunnstefnu Pírata stendur:

  • Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.

Það samræmist því fullkomlega grunnstefnu Pírata að ná fullu jafnrétti hinsegin fólks, sem myndi setja okkur í fyrsta sæti Regnbogakortsins.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Þar sem Píratar eru í stjórn er verið að styðja vel við bakið á hagsmunasamtökum hinsegin fólks með fjármagni og pólitískum metnaði og er það eitthvað sem Píratar standa sannarlega fyrir. Það er t.a.m. sérstaklega kveðið á um það í jafnréttisstefnu Pírata í Reykjavík að „styrkja skal og styðja við grasrótar- og félagsstarfsemi sem ýtir undir jafnrétti allra.”

Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands

77
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks (3 stig)
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu (5 stig)
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega (5 stig)
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk (3 stig)
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt (5 stig)
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks (5 stig)
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar (2 stig)
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy) (5 stig)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum (5 stig)
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM (5 stig)
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu) (5 stig)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum (5 stig)
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður
  • Stefna gegn hatri, almennt (5 stig)
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks (1 stig)
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu (5 stig)
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd (3 stig)
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd

Samtals 89 stig af 115 = 77,3%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Samfylkingin hefur ekki sett sér sérstaka stefnu til þess að efla hinsegin fólk í stjórnmálum, en skv. reglum um val á framboðslista skal tryggja að framboðslistinn í heild endurspegli á sem bestan hátt fjölbreytni samfélagsins.

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Af þeim sem sitja í efstu sætum eru allavega tvö sem eru opinberlega hinsegin; Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fötlunaraktívisti og listfræðingur, í 3. sæti í suðvesturkjördæmi og Viðar Eggertsson, leikstjóri og eldri borgari í 3. sæti í Reykjavík suður. Auk þeirra eru fjöldi hinsegin einstaklinga og fólks á regnbogarófinu á listum Samfylkingarinnar – fólk á fjölbreyttum aldri og með fjölbreyttan bakgrunn. Þá vermir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrsti opinberlega hinsegin forsætisráðherra heimsins, heiðurssæti á lista flokksins.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Samfylkingin hefur látið sig hinsegin málefni varða frá upphafi og stuðningur við mannréttindabaráttu þess verið rauður þráður í stefnu flokksins alla tíð. Guðrún Ögmundsdóttir, sem síðar fékk heiðursmerki félagsins fyrir baráttu sína í þágu hinsegin fólks, tók forystu um að samþykkt yrði þingsályktunartillaga um bætta réttarstöðu samkynhneigðs fólks árið 2003. Árið 2009 var Jóhanna Sigurðardóttir skipuð forsætisráðherra, fyrst hinsegin fólks á heimsvísu, og árið 2010 setti ríkisstjórn hennar ný lög sem heimiluðu samkynja hjónabönd. Árið 2012 voru sett fyrstu lögin um réttarstöðu trans fólks, undir forystu Guðbjarts Hannessonar, þáverandi velferðarráðherra. Össur Skarphéðinsson beitti sér fyrir réttindamálum samkynhneigðra víðs vegar um heim sem utanríkisráðherra á árunum 2009-2013 og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir einnig á undan honum. Þá hefur flokkurinn einnig beitt sér fyrir málefnum hinsegin fólks þau ár sem hann hefur verið í stjórnarandstöðu og lagði meðal annars fram þingsályktunartillögu um stöðu intersex og trans fólks árið 2018.
Þá hafa fulltrúar Samfylkingarinnar á sveitarstjórnarstigi einnig unnið að málefnum hinsegin fólks; Reykjavík gerði þjónustusamning við Samtökin ‘78 árið 2005 undir stjórn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra og undir forystu Samfylkingarinnar hefur borgarstjórn haldið áfram að styðja við hinsegin fólk, nú síðast með samstarfi sínu við S’78 um rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar. Í borgarstjórnartíð Dags B. Eggertssonar hefur meðal annars verið gefið út fræðsluefni um hinsegin fólk og ofbeldi, gerður gátlisti fyrir hinseginvæna skóla, stuðningsáætlun fyrir trans nemendur og Hinsegin dagar skilgreindir sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, sem tryggir hátíðinni stuðning. Þá hafa málefni hinsegin eldra fólks verið í deiglunni síðustu misseri.

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Að sjálfsögðu. Það er eitt af þeim málum sem við setjum á oddinn fyrir þessar kosningar, en í kosningastefnunni okkar segir: Höldum áfram að vinna okkur upp Regnbogakortið , í góðu og nánu samstarfi við hagsmunasamtök hinsegin fólks, þar til Ísland verður í fararbroddi á heimsvísu í mannréttindum hinsegin fólks. Útgangspunkturinn skal alltaf vera forræði hverrar manneskju yfir sjálfri sér og að við skilgreinum okkur öll sjálf.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Samtökin ‘78 og aðildarfélög þeirra gegna lykilhlutverki við að tryggja hagsmuni hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við Samtökin ‘78 og önnur hagsmunasamtök hinsegin fólks og telur nauðsynlegt að starfsemi þess búi við bæði fyrirsjáanleika og stöðugleika, hvort sem um væri að ræða föst framlög á fjárlögum, eða með vel útfærðum þjónustusamningi þar sem fjármagn yrði tryggt til lengri tíma svo S’78 verði fært að sinna nauðsynlegu fræðslu- og ráðgjafarhlutverki sínu og skipuleggja það fram í tímann. Þá leggur Samfylkingin áherslu á að styðja þurfi við félagslíf hinsegin barna og unglinga.

Sjálfstæðisflokkurinn

23
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks (2 stig)
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks (2 stig)
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk (2 stig)
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt (5 stig)
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum (5 stig)
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM (5 stig)
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður
  • Stefna gegn hatri, almennt
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks (5 stig)
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu (3 stig)
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd

Samtals 26 stig af 115 = 22,6%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einsett sér að halda áfram að vera leiðandi stjórnmálaafl í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Flokkurinn tekur hinsegin fólki fagnandi í öllu sínu starfi. Fjöldi hinsegin fólks er nú þegar virkt í starfi flokksins um allt land. Hinsegin fólk situr og hefur setið í sveitarstjórnum, í stjórnum félaga og ráða, gegnir formennsku í kjördæmisráði, fulltrúaráðum, félögum, gegnir formennsku og situr í málefnanefndum flokksins. Þá er einnig fjölda hinsegin fólks að finna á framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Þar að auki er hinsegin fólk starfandi á skrifstofu flokksins, fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins.

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Það er fjöldi hinsegin fólks á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í réttarbótum fyrir hinsegin fólk í yfir þrjá áratugi. Eftirfarandi eru helstu áfangar sem flokkurinn hefur staðið fyrir eða stutt:

1985: Breytingar voru gerðar á greinum í almennum hegningarlögum sem höfðu áður verið nýttar gegn samkynhneigðum karlmönnum.
1992: Þingsályktunartillaga var samþykkt um að nefnd yrði skipuð af forsætisráðherra sem myndi vinna skýrslu á stöðu samkynhneigðra á Íslandi sem, í framhaldinu, yrði grunnurinn af nauðsynlegum lagalegum úrbótum í málaflokknum.
1996: Öll mismunun sem byggði á kyni eða kynhneigð var fjarlægð úr hegningarlögum.
1996: Staðfest samvist var leyfð. Samkynja pörum var leyft að ganga í staðfesta samvist. Lagabreytingin gerði Ísland að framsæknasta landi í norður Evrópu er kom að réttindum samkynhneigðra.
2000: Öll mismunun sem byggði á kynhneigð var gerð ólögleg.
2003: Samkynja foreldrum var gert kleft að ættleiða börn maka sinna.
2003: Þingsályktunartillaga samþykkt um stofnun nýrrar nefndar um málefni samkynhneigðra.
2016-2021: Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur barist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi í sinni ráðherratíð, ekki síst í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og víðar.
2014: Önnur þingsályktunartillaga samþykkt um stofnun nefndar um málefni hinseginfólks sem innihélt hagsmunaaðila og fagaðila í málaflokknum.
2014: Öll mismunun gegn transfólki gerð ólögleg.
2014: Hanna Birna Kristjánsdóttir, dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem gerir það refsivert að mismuna einstaklingum á grundvelli kynvitundar í atvinnurekstri og þjónustustarfsemi. Einnig varð refsivert að breiða út ummæli eða tjá sig á annan hátt um hóp manna á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.
2020: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um breytingar á mannanafnalögum sem myndi afnema eins og unnt er takmarkanir sem eru á skráningu nafna.
2021: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um kynrænt sjálfræði sem varð að lögum.
2021: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum um þyngingu refsinga vegna hatursorðræðu, auk þess að færa í lög bann við mismunum sem mætti rekja til þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar, kynvitundar eða annarra sambærilegra þátta.

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Sjálfstæðisflokkurinn mun ávallt styðja við bakið á hinsegin fólki og hagsmunaaðilum þeirra. Enda leggur Sjálfstæðisflokkurinn höfuðáherslu á einstaklingsfrelsi, full mannréttindi og telur að fjölbreytni þrífist best í frjálsu samfélagi. Þá má minna á nýsamþykkt lög sem Bjarni Benediktsson fékk samþykkt á Alþingi í vor um skattaafslátt fyrir þá sem styrkja almannaheillafélög, þ.m.t. Samtökin 78 sem gerir slíkum félögum enn auðveldara að afla fjár fyrir starfsemi sína.

Sósíalistaflokkur Íslands

55
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk (5 stig)
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt (5 stig)
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands (2 stig)
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum (2 stig)
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM (5 stig)
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu) (2 stig)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum (2 stig)
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður (5 stig)
  • Stefna gegn hatri, almennt (5 stig)
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu (5 stig)
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd

Samtals 63 stig af 115 = 54,7%

Svör við spurningum

1. Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Sósíalistaflokkurinn er grasrótarflokkur sem leggur ríka áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og stefnur flokksins eru unnar af slembivöldum félögum hans. Þegar eru komnar fram stefnur í 17 málaflokkum en von er á fleirum þegar fram líður og bætast þær við ein af annarri. Enn sem komið er er engin sér stefna í málefnum hinsegin fólks en það er minnst á hinsegin fólk í þó nokkrum af þeim stefnum sem komnar eru fram allt frá jafnréttismálastefnu til utanríkismálastefnu.

Flokkurinn leggur ríka áherslu á sjálfstæða baráttuhópa innan hans og er hópur hinsegin sósíalista einn þeirra hópa. Hóparnir móta sín eigin “manifestó” og gefa út yfirlýsingar við ýmis tilefni ef þeim þykir ástæða til.

Hinsegin fólk hefur þó verið starfandi innan Ungra Sósíalista og Sósíalískra femínista, en þeir síðarnefndu hafa þegar sent frá sér manifestó sem ítrekar réttindabaráttu hinsegin og kynsegin fólks sem og hafa þeir sérstaklega sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við trans konur og annað trans fólk og félagar flokksins mætt í útvarpsviðtöl vegna þessa.

Okkur þykir mjög mikilvægt að virkja hinsegin sósíalista innan flokksins sem og að tryggja hinseginleika á framboðslistum til sveitarstjórna og alþingiskosninga en flokkurinn vinnur eftir hugmyndafræðinni „Ekkert um okkur án okkar” og eru hinsegin málin þar engin undantekning.

2. Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Já hinsegin fólk er sýnilegt á framboðslistum flokksins en einnig eru margir sem eiga hinsegin fjölskyldur (eru börn eða foreldrar hinsegin fólks).

3. Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Flokkurinn hefur ekki verið með manneskju á þingi en margir frambjóðendur hafa starfað með samtökum eða í réttindabaráttu hinsegin fólks. (sjá einnig önnur svör á þessu blaði)

4. Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Já klárlega en í stefnu okkar um jafnrréttismál segir: “Réttindi hinsegin fólks sem hafa áunnist skulu varin og unnið að fullu jafnrétti þeim til handa í samræmi við regnbogakort ILGA Europe sem eru Evrópsk regnhlífasamtök hinsegin fólks. Kyn skulu ekki sjálfkrafa álitin aðeins tvö heldur geti fólk verið skráð hán eða milli kynja. Þá megi samkynhneigðir karlar gefa blóð eins og aðrir og samkynhneigðum foreldrum gert jafn hátt undir höfði þegar kemur að skráningu og forræði barna sinna og öðrum foreldrum. Kynrænt sjálfræði intersex einstaklinga skal einnig staðfest og lagt bann við því að setja börn í óþarfar skurðaðgerðir á kynfærum ytri eða innri.Þá skal fólk ráða nafni sínu og barna sinna en mannanafnanefnd lögð niður.”

5. Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Mannréttindi og stuðninur við viðkvæma hópa samfélagsins eru okkur mikilvæg og í stefnu um jafnrétti segir einnig “Til að tryggja að ekki sé troðið á mannréttindum fólks í hverslags aðgerðum og reglum af hendi hins opinbera skal taka upp samvinnu við alla minnihluta- og eða notendahópa og miða alla áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga útfrá stéttavinkli og fjölbreytileika en ekki einungis út frá kynjum. Þar er mikilvægt að skoða hvernig þættir eins og efnahagsleg staða , uppruni, hinseginleiki eða fötlun móta veruleika fólks. Með samvinnu er átt við að þeir einstaklingar sem hafa reynslu af því sem um er að ræða fái að koma sameiginlega að ráðagerð með valdhöfum.”

Frjáls félagasamtök gegna mikilvægu starfi í samfélaginu og eru hluti af íslensku velferðarkerfi, enda sækja þau flest fjárstuðnings til ríkis og sveitarfélaga. Okkur finnst mjög mikilvægt að slíkur stuðningur tryggi starfsemi félaganna og fjármagni þau að fullu, enda sé hið opinbera annað hvort ekki að veita viðkomandi þjónustu, eða veitir hana aðeins að hluta eða annar ekki eftirspurn. Frjáls félagasamtök eru einnig mikilvæg vegna fjarlægðar þeirra við „kerfið” sem getur skapað öryggi fyrir fólk sem ber vantraust til kerfisins. Einnig búa félagasamtök yfir gríðarlegri fag- og reynsluþekkingu sem er mjög mikilvæg í úrlausnum erfiðra og viðkvæmra mála. Þá eru félagasamtök mikilvægur tengiliður fólks við opinberar og aðrar stofnanir ásamt því að vera öflugur málsvari síns hagsmunahóps. Einnig skapast gríðarleg þekking innan slíkra samtaka, þekking sem nýtist í opinberri stefnumótun, í rannsóknarvinnu háskólasamfélagsins sem og í forvarna- og fræðslustarfi.

Samtökin 78 eru þar engin undantekning og við vitum hversu mikilvægt það starf sem þar er unnið er fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi, hvort sem litið er til hinsegin einstaklinga sjálfra eða fjölskyldna þeirra. Að sjálfsögðu myndum við vilja tryggja samtökunum fulla fjármögnun.

Flokkurinn rekur styrktarsjóðinn Vorstjörnuna sem helgaður er hagsmunabaráttu hópa sem ekki hafa fjárráð til eigin baráttu. Sjóðurinn er fjármagnaður af því fólki sem situr í borgar-/bæjarstjórnum fyrir flokkinn og þingmönnum framtíðarinnar, og greiðir það hluta launa sinna í sjóðinn en einstaklingum stendur einnig til boða að styrkja sjóðinn með einstaka gjöfum eða reglulegum greiðslum. Sjóðurinn mun að sjálfsögðu standa hinsegin fólki opinn rétt eins og öðrum hópum og hægt er að sækja um styrki úr honum í samræmi við úthlutunarreglur hans.

Viðreisn

68
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks (3 stig)
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu (4 stig)
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega (5 stig)
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk (4 stig)
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks (5 stig)
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar (2 stig)
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy) (3 stig)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands (5 stig)
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum (4 stig)
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu) (4 stig)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki (2 stig)
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki (2 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður (5 stig)
  • Stefna gegn hatri, almennt (5 stig)
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks (4 stig)
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu (5 stig)
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd (5 stig)
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd

Samtals 78 stig af 115 = 67,8%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Já það hefur Viðreisn gert. Frá stofnun flokksins hefur hinsegin fólk verið í forsvari fyrir flokkinn. Hanna Katrín Friðriksson er til að mynda eini opinberlega hinsegin þingmaðurinn á þingi í dag. Á yfirstandandi kjörtímabili stóð flokkurinn vaktina þegar það kom að afgreiðslu mála eins og kynrænu sjálfræði og raunar vildi flokkurinn ganga enn lengra en ríkisstjórnin gerði til að tryggja almennilega lagaleg réttindi trans- og intersex fólks.

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Já. Í öllum kjördæmum eru hinsegin einstaklingar í topp 10 sætum á listum. Í Reykjavíkurkjördæmunum, Norðaustur og Norðvestur eru 1-2 hinsegin frambjóðendur í topp 5 á listum Viðreisnar, þar á meðal einn oddviti. Samtals eru að minnsta kosti 14 hinsegin einstaklingar á listum Viðreisnar.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Þegar flokkurinn var í ríkisstjórn þá hafði hann fyrirætlanir um að leggja fram mál um til að mynda kynrænt sjálfræði og leggja sitt á vogaskálarnar til að bæta réttarstöðu hinsegin fólks. Þá var þingmannamál Svandísar Svavarsdóttur komið langt í þinginu og var það mat flokksins að styðja frekar við það en að fara í hefðbundin pólitískan leik og leggja fram okkar eigið mál. Þó svo að við hefðum verið með félagsmálaráðuneytið á þeim tíma. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa svo þingmenn flokksins við afgreiðslu þess máls sem varð svo að lögum. Við vildum ganga lengra og töldum að ríkisstjórnin hefði getað gert betur, það má sjá í ræðu og riti til að mynda Hönnu Katrínar Friðriksson.

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Já, hiklaust. Og það ætti að vera löngu komið.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

Já. Viðreisn hefur viljað fjármögnun Samtakana ’78 með langtímasamningum. Í stað þess að keyra fjármögnun á fjárlögum hvers árs, með tilheyrandi óvissu fyrir samtökin.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

70
Einkunn

Kvarði

  • Skýr framtíðarsýn í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Sértæk stefna í málefnum hinsegin fólks (5 stig)
  • Að nægilegt fjármagn sé tryggt Samtökunum ’78 svo þau geti sinnt hlutverki sínu (4 stig)
  • Að stjórnvöld viðurkenni og meti hlutverk Samtakanna ’78 og taki þeim alvarlega (5 stig)
  • Almennt jákvætt framtak eða stefna er varðar hinsegin fólk (5 stig)
  • Vilji til að breyta lögum um mannanöfn í frjálslyndari átt
  • Stefna er varðar ættleiðingar hinsegin fólks 
  • Frjálslyndari stefna fyrir hinsegin foreldra, t.d. fleiri en tvö foreldri skráð án ættleiðingar
  • Atriði er varðar bann við meðferð við hinseginleika (conversion therapy)
  • Vilji til að bæta breytum er varðar hinseginleika inn í stjórnarskrá Íslands
  • Atriði er varðar heilsu og heilsufarsleg réttindi í stefnumálum (4 stig)
  • Skýrt kveðið á um umboð stofnanna sem fer með málaflokk hinsegin málefna 
  • Framsækin stefna í blóðgjafarmálum hinsegin fólks, þá sérstaklega MSM (5 stig)
  • Vilyrði til að bæta við hinseginleikabreytum í menntastefnu (eða sambærilega stefnu) (3 stig)
  • Sjálfkrafa viðurkenning foreldra af sama kyni í opinberum gögnum
  • Skýr stefna um hatursglæpi gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Skýr stefna um hatursáróður gegn hinsegin fólki (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursglæpi (5 stig)
  • Vilji til að bæta lög er varða hatursáróður (5 stig)
  • Stefna gegn hatri, almennt (5 stig)
  • Afsjúkdómsvæðing hinsegin fólks, þá sérstaklega trans fólks (5 stig)
  • Að bann við inngripum á ódæmigerðum kyneinkennum barna sem ekki geta gefið leyfi sé skýrt í stefnu (5 stig)
  • Bætt stefna varðandi hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd (5 stig)
  • Skýr vilji til breytinga á lögum um hinsegin fólk er leitar að alþjóðlegri vernd (5 stig)

Samtals 81 stig af 115 = 70,4%

Svör við spurningum

Hefur framboðið sett sér stefnu þegar kemur að því að efla hinsegin fólk í stjórnmálum?

Já, í kosningaáherslum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs segir að stíga þurfi fleiri skref í hinsegin stjórnmálum og sporna gegn hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Hreyfingin hefur jafnframt sett sér stefnu um málefni hinsegin fólks. Hún var síðast uppfærð árið á landsfundi VG þann 28. ágúst 2021. Þar stendur meðal annars að hreyfingin vilji að stjórnvöld setji sér skýra stefnu í málefnum hinsegin fólks og vinni á grundvelli hennar aðgerðaráætlun til innleiðingar þess sem upp á vantar. Stefnumótunina verði að vinna í góðu samstarfi við hinsegin samfélagið á Íslandi.

Er hinsegin fólk sýnilegt á listum framboðsins?

Já. Hinsegin fólk er sýnilegt á listum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Til dæmis má nefna Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og oddvita VG í Suðvesturkjördæmi, sem er opinberlega samkynhneigður. Einnig má nefna Jódísi Skúladóttur sem skipar annað sæti í Norðausturkjördæmi en Jódís er stofnandi Hinsegin Austurland. Þau eru tvö af allnokkrum hinsegin frambjóðendum VG fyrir komandi Alþingiskosningar.

Hvað hefur framboðið gert í réttindabaráttu hinsegin fólks áður? (ATH. þau sem hafa áður verið með manneskju á þingi svara hér)

Málefni hinsegin fólks hafa alltaf verið áberandi í málflutningi VG ásamt jafnréttismálum í hvívetna. Vinstrihreyfingin grænt framboð var í ríkisstjórn árið 2010 þegar ein hjúskaparlög voru samþykkt. Í tíð þeirrar ríkisstjórnar voru einnig sett fyrstu lögin um málefni transfólks og voru þau unnin í samráði við hagsmunasamtök hinsegin fólks. Árið 2014 var samþykkt þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks. Árið 2015 var myndaður óformlegur starfshópur skipaður Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi þingflokksformanni VG og núverandi heilbrigðisráðherra, ásamt fulltrúum Trans Íslands og Intersex Íslands. Fleiri bættust í hópinn og árið 2017 afhenti hópurinn velferðarráðuneytinu frumvarpsdrög í desember 2017 sem urðu að frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Lög um kynrænt sjálfræði voru svo samþykkt árið 2019 þar sem réttur til að skilgreina eigið kyn var tryggður og í fyrsta skipti er hægt að hafa kynhlutlausa skráningu í Þjóðskrá. Auk þess var líkamleg friðhelgi barna með ódæmigerð kyneinkenni varin í lögum. Þessar breytingar eru byggðar á áherslum sem settar voru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem og vinnu sem sett var af stað af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Er framboðið tilbúið til að taka undir markmið Samtakanna ’78 að koma Íslandi í fyrsta sæti Regnbogakorts ILGA-Europe?

Já.

Er framboðið tilbúið til að efla hagsmunasamtök hinsegin fólks og fullfjármagna þau?

VG telur að hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi gegni lykilhlutverki í réttindabaráttu hinsegin samfélagsins. Innan þeirra vébanda eru sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks og nauðsynlegt er að leitað sé til þeirra við alla stefnumótun. Tryggja þarf virkt samtal, þátttöku og aðkomu félagasamtaka eins og Samtakanna ´78, Trans Ísland og Intersex Ísland í opinberri stefnumótun um hinsegin mál og framkvæmd hennar, t.d. með auknum stuðningi við rekstur og fræðslustarf.