Skip to main content
HagsmunabaráttaMálefni intersex fólksMálefni trans fólksYfirlýsing

Yfirlýsing vegna nýsamþykktra laga um kynrænt sjálfræði

By 18. júní, 2019maí 28th, 2020No Comments

English below

Í dag voru ný lög um kynrænt sjálfræði samþykkt á Alþingi. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna lögunum af öllu hjarta, enda fela þau í sér ákaflega mikilvæga réttarbót fyrir trans og intersex fólk á Íslandi. Við gleðjumst yfir því að umræðan sem fram hefur farið á Alþingi, bæði á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar sem og á þingfundum, hefur að mestu verið málefnaleg og góð.

Meginbreytingarnar sem í lögunum felast eru tvær: Sú fyrri er hlutlaus kynskráning, þ.e. að hægt verður að skrá sig sem hvorki karl né konu – táknað með X á skilríkjum. Seinni meginbreytingin er að fólki verður frjálst að gera breytingar á kynskráningu sinni án þess að þurfa fyrst greiningu á svokölluðum „kynáttunarvanda“ af hendi heilbrigðiskerfisins með tilheyrandi biðtíma og óvissu. Börn undir 18 ára aldri munu jafnframt geta skráð sitt rétta kyn og nafn í Þjóðskrá með samþykki foreldra. Ef samþykki foreldra liggur ekki fyrir geta þau leitað til sérstakrar sérfræðinefndar.

Lög um kynrænt sjálfræði eru afar nauðsynlegt og gott skref fram á við. Við verðum þó að horfast í augu við það að Alþingi lét tækifæri til þess að smíða framúrskarandi löggjöf í málefnum hinsegin fólks renna sér úr greipum við meðferð málsins. Við viljum koma á framfæri vonbrigðum með ákveðna hluta laganna sem við teljum að hefðu mátt betur fara.

Í fyrsta lagi ber að nefna málefni intersex barna, sem hljóta ekki þegar í stað vernd gegn þeim mannréttindabrotum sem ónauðsynleg og óafturkræf inngrip í líkama þeirra eru. Við treystum því að niðurstöður nefndarinnar sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði laganna skili fljótt og örugglega tillögum að nýrri löggjöf sem veiti þessum hópi loksins lagalega vernd. Einnig má nefna aðrar breytingar sem gerðar voru í meðferð málsins, t.d. þá ákvörðun að fjarlægja lögbundið samráð við hagsmunafélög og hækkun aldurstakmarks fyrir nafna- og kynskráningarbreytingu án aðkomu foreldra eða sérfræðinefndar, en í frumvarpinu sem lagt var fram til fyrstu umræðu var miðað við frjálsa kynskráningu frá 15 ára aldri.

Enn er ýmislegt sem þarf að bæta þegar kemur að réttarstöðu hinsegin fólks hérlendis og vonumst við til þess að á næstu árum verði Ísland í fararbroddi þegar kemur að réttarstöðu alls hinsegin fólks. Við þökkum öllum sem hafa lagt okkur lið í baráttunni og fögnum þessu mikla framfaraskrefi sem hér hefur verið stigið. Við vonumst til þess að það verði stigið til fulls sem allra fyrst.

Gender Identity And Sex Characteristics Bill

On the 18th of June 2019 a new bill was passed in the Icelandic parliament. The National Queer Organisation of Iceland (Samtökin ‘78), Trans Iceland and Intersex Iceland celebrate this important step, as the bill ensures a real and meaningful improvement to the legal rights of trans and intersex people in Iceland. We are pleased that the discussion within the parliament has mostly been constructive and respectful.

The bill ensures two major changes: Firstly, non-binary legal gender recognition, which allows people to register their gender on all official documents as ‘x’. The second change is that people will now be able to change their name and gender and access trans-related health care without having a medical diagnosis, and will no longer have to endure long waiting times and judgement. Young people under 18 will also be able to change their name and gender in the National Registry (Þjóðskrá) with parental consent. If parents do not give consent, young people can seek this change through a specialised committee instead.

This bill is a very important and a huge step forward. However, the Icelandic parliament missed an opportunity to create and accept one of the most progressive bill worldwide on trans and intersex rights, and unfortunately made compromises and changes to the law during the parliamentary process that ultimately made it less progressive. We therefore want to use the opportunity to mention some of these changes and how the parliament can still amend this and put Iceland at the forefront of LGBTI rights worldwide.

The first major issue has to do with intersex children, who did not receive protection against the ongoing human rights violations in form of uncessary and irreversible medical interventions, like was originally proposed. Instead, a committee is to be appointed to look into this further and we would like to stress how important it is that they come to a conclusion as soon as possible and finally give much needed protection to this vulnerable group of children.

There were also other changes made to the law, such as to remove legally binding consultation with LGBTI organisations in the creation of standards of care for medical care, and that the age limit to change your gender marker and name was changed from 15 years old to 18 years old.

We still have a long way to go to ensure equal rights for all LGBTI people in Iceland and we hope that Iceland can become one of the leading countries on LGBTI rights worldwide. We want to thank everyone who has contributed to the ongoing fight for equality and want to celebrate this important and meaningful step. We hope that Iceland fully committ to LGBTI equality and ensure that intersex people also receive the protections they need.


Leave a Reply