Samtökin 78

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

Fræðsla

FræðslaSamtökin '78 bjóða upp á fræðslu fyrir grunn- og framhaldsskóla auk
fræðslu fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og atvinnulífs.

Ráðgjöf

RáðgjöfHægt er að panta tíma hjá félagsráðgjafa í síma 552 7878. Viðtal við félagsráðgjafa stendur öllum til boða og er þjónustan ókeypis.

Bókasafn og félagsmiðstöð

Félagsmiðstöð og bókasafn

Bókasafn og kaffistofa eru opin alla virka daga kl. 13:00-17:00.

Einnig opið öll fimmtudags-
kvöld kl. 20:00–22:00.

Tímarit Reykjavík Pride

Fyrir þá sem ekki hafa enn komið höndum yfir Tímarit Reykjavík Pride 2014 viljum við benda á að hægt er að nálgast ritið á rafrænu formi á heimasíðu hátíðarinnar HÉR!

 

Aðstandendur transfólks athugið!

Næsti fundur hjá hópi foreldra og aðstandenda transfólks verður miðvikudaginn 30. júlí  kl. 20.00 í húsnæði Samtakanna '78, Laugavegi 3, 4. hæð. 
Foreldrar barna í kynáttunarvanda eru sérstaklega velkomnir. 

Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur og ræða málin opinskátt. Þarna gefst tækifæri á að spyrja spurninga og deila með öðrum upplifunum, jákvæðum og neikvæðum. Eins er þetta gott tækifæri til þess að afla sér upplýsinga um efni sem ekki alltaf er aðgengilegt.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður Birna í síma 694 8313.

 

"Öfugmæli" - Hinsegin þáttur á dagskrá í sumar á iSTV!

Í kvöld kl. 21:00 hefjast útsendingar á nýjum hinsegin sjónvarpsþætti sem hlotið hefur nafnið Öfugmæli. Þátturinn verður sýndur á nýrri sjónvarpsstöð sem heitir isTV og hefjast útsendingar á henni einnig í kvöld (rás 7 hjá Símanum og rás 24 hjá Vodafone).

Í þættinum er rætt við hinsegin fólk um fjölmörg málefni sem snerta hinsegin samfélagið. Í hverjum þætti er svo tekið fyrir ákveðið málefni eins og menningu, pólitík, sögu, markaðssetningu o.fl. Stjórnendur þáttarins eru Sigurður Júlíus Guðmundsson og Atli Þór Fanndal.

Hægt er að sjá kynningarstikluna hér.

Ætlum við ekki öll að horfa?

 

Dragkeppni Íslands kynnir!

 

Elsta “hobby-ið”

Dragg er engin nýjung heldur ævaforn hefð eins og við þekkjum, t.a.m. eins og trúarbrögð. Við höfum flest gaman af því að kaupa föt, pæla í fötum annarra, horfa á bíómyndir og fara í leikhús þar sem fólk dressar í sig upp í ýmis gervi og má segja að dragg sameini alla þessa þætti á einn eða annan hátt. Dragg hefur það þó fram yfir kvikmyndir og leikhús að þú velur persónugervið, forsögu persónunnar og áhuga, hvað getur verið skemmtilegra?

Draggkeppni Íslands verður haldin 6. ágúst næstkomandi, þar keppast kóngar og drottningar um titilinn Draggdrottning og Draggkóngur Íslands í “glamour show-i” í Hörpu.

Ekki missa af þessari sýningu á einni af okkar elstu hefðum. Miðasalan er komin í gang í Hörpu og einnig ámidi.is Miðaverð á keppnina er 2.800 kr. Keppnisatriðin eru 8 ásamt fjölda annarra atriða.

Félagsmenn Samtakanna '78 fá ódýrari miða í miðasölu Hörpunnar.

 

Reykjavík Pride nálgast!

Hinsegin dagar eru handan við hornið og Samtökin 78 eru farin að huga að þátttöku í Gleðigöngunni.
Þetta árið vilja Samtökin vekja athygli á því hatri sem enn viðgengst í garð hinsegin fólks, einkum og sér í lagi á netinu.
Undanfarna mánuði hefur mikið borið á röddum fólks sem telur réttindabaráttu hinsegin fólks formlega lokið og að lítil þörf sé á samtökum eða réttindabaráttu til handa hinsegin fólki því við höfum það öll svo gott á góða Íslandi. Orðum eins og frekjusamkynhneigð og skoðanakúgun hefur verið veifað og spurt hvort ekki sé komin nóg.
Við teljum svo sannarlega ekki komið nóg og viljum draga fram í dagsljósið þær athugasemdir sem beinast gegn hinsegin fólki á opinberum vettvangi, ekki síst í athugasemdakerfi fréttamiðla.
Hugmyndin er að safna saman hatursfullum ummælum sem beinast gegn hinsegin fólki og ganga í göngunni með skilti þar sem ummælin "fá að njóta sín". Skiltin munu hafa sama útlit og athugasemdaþræðir sem við þekkjum frá fréttamiðlum en ekki er ætlunin að sýna nöfn eða myndir þeirra sem birta ummælin, heldur verða myndir og nöfn "blörruð".

Þeir sem taka vilja þátt í göngunni og/eða undirbúningi atriðisins eru beðin um að ganga í hópinn "Samtökin 78 í Gleðigöngunni 2014 - Samtökin 78 in the Pride parade 2014" á Facebook eða senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Gleðigangan fer fram þann 9. ágúst og við viljum endilega sjá ykkur öll þar en hjálp við undirbúning er líka vel þegin þó þið komist ekki í sjálfa gönguna eða eruð í öðru atriði þennan dag.
Knús og ást
Samtökin
-------
With Reykjavík Pride around the corner Samtökin 78 have started to prepare for participating in the Pride parade.
This year we want to focus on the hate that is directed against LGBTQI people in the comment sections in icelandic media.
Lately we have been hearing from lots of people who thing LGBTQI people in Iceland don't face discrimination any more and with equal rights in our pockets it is now time to relax and stop complaining.
We want to point out that there is still a need for groups like Samtökin and that LGBTQI people are still facing discrimination and hate. Therefore we want to walk in the Pride parade with statements and comments from the comment sections from Icelandic media pages. Our signs will look similar to those comment sections but it is not our intention to show the name or photo of those who post hate. We will blur all names and photos before making the signs.

Those who want to participate in the parade and/or the preparation are asked to join the group "Samtökin 78 í Gleðigöngunni 2014 - Samtökin 78 in the Pride parade 2014" on Facebook or send an email to Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

The Pride parade will take place on the 9th of August and we would love to see you all there but if you can not make it to the parade itself we would also be happy to have some preparation help from those who can.
Hugs
Samtökin

 

Fréttabréf

Skráðu þig fyrir fréttabréfi Samtakanna '78

:

Fornafn:

Eftirnafn:

wow logo


Sérkjör til félaga

ida

bóka- & gjafavöruverslun

10% afsláttur

Næst á döfinni

Fim ágú 21, 2014 @20:00
Opið hús
Sun ágú 24, 2014 @19:30
Ungliðahópurinn
Mið ágú 27, 2014 @20:00
Aðstandendur Trans fólks hittist
Fim ágú 28, 2014 @20:00
Opið hús
Sun ágú 31, 2014 @19:30
Ungliðahópurinn
Fim sep 04, 2014 @20:00
Opið hús

Viðburðadagatal

August 2014
M T W T F S S
28 29 30 31 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

telefon dinleme sistemi telefon dinleme yazılımı telefon dinleme programı telefon dinleme cihazı