Skip to main content
FélagsfundurFundargerðir

1. félagsfundur 2024

By 30. maí, 2024janúar 8th, 2025No Comments

Fundi stýrir: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 17:16.

1. Starfsfólk fundarins
Bjarndís Helga Tómasdóttir setur fundinn og tilnefnir sjálfa sig í hlutverk fundarstjóra og Veru Illugadóttur í hlutverk ritara.

2. Lögmæti fundarins staðfest
Félagsfund skal boða skriflega með að minnsta kosti viku fyrirvara og var tilkynning um félagsfund sett á vef félagsins 23. maí, ásamt því að fundurinn var auglýstur á samfélagsmiðlum félagsins sama dag. Á fundinum voru á bilinu 20-30 einstaklingar þegar hann var settur.

3. Kynning á skrifstofu og starfsfólki
Bergrún skrifstofustjóri og Magnús rekstrarstjóri kynna starfsfólk Samtakanna. Starfsfólk kynnir sig og störf sín.

4. Viðburðadagatal ársins
Magnús og Bergrún fara yfir viðburði starfsársins 2024-2025.

5. Ræða formanns
Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna ‘78, flytur erindi.

6. Spurning og svör
Starfsfólk og stjórn taka á móti spurningum frá fundargestum og leitast við að svara þeim.

7. Önnur mál
Formaður kveður Daníel E. Arnarson, fráfarandi framkvæmdastjóra, og þakkar fyrir hans góðu störf. Daníel fer í pontu og segir nokkur orð.

8. Vinnustofa
Guðrún Úlfarsdóttir í félagaráði leiðir vinnustofu um hvernig Samtökin geti staðið betur að inngildingu.

Fundi slitið: 18.14.