Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

1. Stjórnarfundur 2012

By 27. mars, 2012janúar 22nd, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir og Fríða Agnarsdóttir. Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri kom aðeins seinna.

Fundur settur 19.50

1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar (aðallega fyrir meðlimi síðustu stjórnar)

Samþykkt

2. Starfsárið framundan – verklagsreglur og starfsáætlun

Búið að setja upp excel-skjal þar sem við getum síðan sett strax inn fasta liði eins og afmælishátíðina 27.júní, hinsegin daga, menningarnótt, trúnaðarráðsfundina tvo, félagsfund og  jafnvel aðalfund. Ákveðið að festa dagsetningar á það sem ekki er komið nú þegar.  Förum annars betur yfir dagatalið á næsta fundi.
Verklagsreglur og skipulag stjórnar:
Samþykkt að stjórn fundi á 2ja vikna fresti, fundir verði á miðvikudögum áfram en kl. 17:30 í stað 17:15 eins og undanfarið starfsár. Fundargerðir skulu sendar með fundarboði næsta fundar  og samþykktar á þeim fundi.
Lagt til að hitta trúnaðarráð á óformlegum fundi fljótlega, samþykkt að kanna hvort fimmtudaginn 12.apríl kl. 19:30 henti þeim.

3. Bréf frá Þorvaldi – fjáröflun á hinsegin dögum

Þorvaldur Kristinsson sendi bréf í nafni Hinsegin daga og bauð S78 að efla til muna veitingasölu á næstu Hinsegin dögum . Stjórn líst vel á þetta og þökkum frábært boð sem við munum nýta okkur. Ákveðið að setja á laggirnar fjáröflunarnefnd í samráði/vinnu við trúnaðarráð sem sinnir þessu og öðrum fjáröflunarverkefnum. Nefndin samræmi aðgerðir svo ekki sé verið að herja alltaf á sömu fyrirtæki eða sömu aðila.

4. Aðsent bréf í kjölfar aðalfundar

Í kjölfar aðalfundar barst stjórn bréf með góðum og þörfum athugasemdum varðandi fjármál. Þegar bornir eru saman ársreikningar starfsáranna 2009-10 og 2010-11 þá sést hve mikill tekjumissir varð milli þeirra ára. Að stórum hluta má tengja þetta mikilli lækkun á styrkjum, bæði upphæðir og einnig fjöldi styrkja sem við höfðum verið að fá. Þó fráfarandi stjórn hafi nú fengið klapp á bakið fyrir tiltekt í fjármálum þá má ekki líta framhjá því að stjórnin þar á undan lagði grunninn að sumum umbótunum með t.d. lækkun á starfshlutfalli framkvæmdastjóra og fræðslufulltrúa sem kom fram í ársreikningum nýliðins aðalfundar.

5. Lögreglubæklingur

Stjórn S78 setti af stað fyrir c.a. 3 árum vinnu við hinseginfræðslubækling fyrir lögreglu og dómsstóla og fékk styrk til að gera hann frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu að upphæð 600.000kr. Vinnan við bæklinginn var aldrei kláruð og ætlar núverandi stjórn að gera sitt besta til að ljúka málinu. Bæklinginn þarf að vinna betur, grunnþýðing er tilbúin en fara þarf vel yfir málfar, þýðingar og heimfæra betur yfir á íslensktan raunveruleika. Ákveðið að Mummi fari yfir þýðinguna og staðfæri eins og hann getur og sendi svo textann á Svavar sem fer enn betur yfir þetta. Svo reynum við að fá t.d. starfandi samkynhneigða lögreglumenn til að skoða bæklinginn.   Það var RFSL í Svíþjóð (sænsku “samtökin”) sem gerðu bæklinginn sem byggt er á.

6. Önnur mál

Styrkur ríkisins til Samtakanna lækkar um 500.000kr milli ára þ.e. úr 5,2 millj. í 4,7millj. Árni Grétar ætlar að sækja um hjá Norðurorku fyrir Stattu með. Þurfum að vera dugleg að sækja um styrki hér og þar fyrir öllu mögulegu sem við getum fundið til.
Trúnaðarráð hefur ekki fundað eftir aðalfund og því ekki búið að velja áheyrnarfulltrúa. Þau munu funda næstkomandi fimmtudag og eftir það verður þeirra fulltrúi viðstaddur stjórnarfundi.
Lagt til að stjórn og trúnaðarráð kíki af og til á opnukvöldin, videokvöldin og það sem er í gangi í félagsmiðstöðinni s.s. vera sýnilegri.

Þurfum að vera dugleg að finna fyrirtæki sem eru tilbúin að veita okkur afslætti gegn framvísun félagsskírteina og koma “Bleika efnahagssvæðinu” svokallaða í gang aftur. Þurfum þá líka að auglýsa það vel á heimasíðu okkar svo að þau fyrirtæki sem veita afslættina sjái sér hag í því að veita afslátt. Verið er að ræða við nokkur olíufélaganna og önnur fyrirtæki sem nú þegar hafa sýnt þessu áhuga eru Tara.is og Dressman. Svavar býst við að Natawat sé til í að veita afslátt á matreiðslunámskeiði  sínu.

Skipurit sem unnið var í tengslum við stefnumótunarvinnu S78 fyrir nokkrum árum gerir ráð fyrir að stjórnarmeðlimir taki að sér viss verkefni sem tengjast ýmist hlutverki innan stjórnar eða áhugasviði hvers og eins. Förum betur yfir þetta á næsta fundi þegar allir hafa skoðað skipuritið. Ugla lýsir þó yfir áhuga á mannréttinda- og alþjóðamálefnum og Gunnlaugur fjáröflunarmálum.

Ákveðið að Ugla Stefanía verði nýr fulltrúi S’78 hjá Mannréttindastofu Íslands og Siggi haldi áfram sem varamaður. Árni  Grétar sendir mannréttindastofu póst með þessum breytingum.

Fræðslufulltrúi hefur sagt upp starfi sínu frá og með 31.maí. Þarf því að finna annan í starfið og ákveðið að auglýsa og ráða í starfið með haustinu. Árni Grétur er tilbúinn að taka þá fræðslu sem þarf í sumar. Samkomulag fræðslufulltrúa við formann og framkvæmdastjóra gerir ráð fyrir að hún þjálfi helst um 10 ungliða í jafningjafræðsluna, að hún punkti niður framtíðarsýn á fræðsluna og skilji eftir sig nothæfa handbók fyrir fræðslustarfið.
Skrifstofunni berast reglulega beiðnir um peningastyrki en en sökum fjárskorts hefur þeim  yfirleitt verið svarað neitandi en á móti er boðið upp á not á aðstöðu. Ákveðið að halda áfram að svara þessum beiðnum á þennan máta án þess að framkvæmdastjóri þurfi alltaf að leggja hverja beiðni fyrir stjórn.

Fyrirkomulag fréttabréfssendinga er í vinnslu en erfitt er að ábyrgjast að alltaf sé sent út á sama tíma vikulega. Stefnt að því að þetta sé samt fastur liður og reglulegur.

Styrkjamál við Íslandsbanka/Glitni er í vinnslu / samningsferli.

Fundi slitið 21:50
Næsti fundur líklega miðvikudaginn 11.apríl
Fundarritari: Fríða Agnars

Leave a Reply