Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

10. Stjórnarfundur 2024

By 13. ágúst, 2024september 24th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera (fjarfundur), Kári (framkvæmdastjóri)

Fundargerð ritar: Kristmundur Pétursson

Fundur settur: 15:41

 

1.Staða á fræðslu grunnskóla fyrir haustið (samningar, fræðarar, fræðsludagur fræðara etc.)

Edda fræðslustýra segir stjórn frá komandi fræðaradegi í næstu viku til að undirbúa hópinn fyrir haustið. Það er viðbúið að bókanir muni hrúgast inn þegar grunnskólakennsla hefst en nú þegar eru fræðslubókanir fyrir komandi mánuði að tínast inn. Semja þarf við nokkur sveitarfélög um áframhaldandi samninga, það er í ferli hjá Eddu og Kára. 

 

2.Starfsmannamál

Kári framkvæmdastjóri ræðir starfsmannamál haustsins við stjórn. 

 

3.Hinsegin dagar – endurmat (upplifun, samstarf HD og S78)

Stjórn var virkilega ánægð með nýliðna Hinsegin daga, flotta og skemmtilega viðburði,  gott samstarf við okkar allra bestu stjórn Hinsegin daga og vel heppnað atriði hjá okkur í Gleðigöngunni. Skrifstofan stóð sig með mikilli prýði í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem upp komu í vikunni. Stjórn getur ekki beðið eftir Hinsegin dögum 2025.

 

4.Fundir, ráðstefnur, félagsfundur o.fl. fram að jólum

Stjórn ræddi ýmsa innlenda og erlenda hinsegin viðburði sem eru á dagskrá á komandi mánuðum. 

 

5.Samkeppni um klósettmerkingar

Bjarndís og Magnús ætla að hitta hönnunarmiðstöð til að ræða um mögulega samkeppni um klósettmerkingar

 

6.Vinnudagur stjórnar og starfsfólks í haust

Lið frestað

 

7.Húsnæðismál

Kári segir stjórn frá möguleikum í húsnæðismálum og hver staðan er í leit að nýju húsnæði. Það eru engir augljósir kostir í sjónmáli en Kári er í samtali við fasteignasala. 

 

8.60+

Bjarndís og Sveinn ræða framtíðarsýn fyrir 60+ hópinn við stjórn. 

 

Önnur mál

  1. Jóhannes lýsti yfir ánægju með 60+ hópinn og því að við höfum átt sameiginlegan fund með stjórn Trans Ísland fyrir nokkrum misserum og velti því upp hvort að stjórn bjóði stjórnum hinna hagsmunafélaganna að funda með okkur. 
  2. Hrönn kom með fyrirspurn um nýtingu á húsnæðinu í haust, hvort að dagskránna sé hægt að nálgast. 

 

  1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð er lesin upp á fundi til samþykktar. Fundargerð er samþykkt. 

 

Fundi slitið: .