Skip to main content
FundargerðirStjórn

15. Stjórnarfundur 2024

By 22. október, 2024október 25th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hrönn, Kristmundur, Sveinn, Vera, Sigríður Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri).
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:10.

1. Húsnæðismál
Framkvæmdastjóri fer yfir tíðindi í húsnæðismálum og úttekt á mögulegu húsnæði við Hverfisgötu 105. Taka þarf ákvörðun bráðlega hvað varðar Hverfisgötuna, að hans mati. Stjórn ræðir. Félagsfundur er í næstu viku og formaður segir mikilvægt að hvetja fólk til mætingar á hann og hafa aðkomu að ákvörðunartöku.

2. Félagsfundur að hausti
Stjórn ræðir áfram um félagsfund í næstu viku.

3. ILGA-Europe
Framkvæmdastjóri fór á ráðstefnu ILGA-Europe nýverið. Hann segir frá henni.

4. Hinsegin dagar og Samtökin ’78
Framkvæmdastjóri og formaður funduðu með fulltrúum úr stjórn Hinsegin daga. Þau vilja auka samstarf félaganna. Stjórn ræðir ýmsa möguleika til að efla tengslin við Hinsegin daga. Sveinn leggur til að framkvæmdastjóri og formaður skoði málið nánar með Hinsegin dögum. Stjórn samþykkir.

5. Kynning á íþróttabæklingum
Kynning á nýjum íþróttabæklingi verður hjá ÍSÍ á mánudag. Kári segir frá.

6. Jólagleði
Jólagleði stjórnar og starfsfólks verður 13. desember. Nefnd þarf til skipulagningar. Kristmundur býður sig fram til nefndarsetu og einnig eru tilnefndir fjarverandi stjórnarliðar, Hannes og Jóhannes.

7. Tilnefning á lista UNESCO
Formaður Samtakanna og formaður Hinsegin daga funduðu nýlega með starfsmanni Þjóðminjasafnsins um hugmynd safnsins, að tilnefna gleðigöngu Hinsegin daga í Reykjavík á lista UNESCO um óáþreif­an­legan menningararf mannkyns.

8. Þingkosningar
Þingkosningar eru á næsta leiti. Stjórn ræðir hvað Samtökin ættu að gera vegna þeirra. Til að mynda að senda spurningar á flokka. Skrifstofa tekur við því máli. Stjórn ræðir einnig að bjóða hinsegin frambjóðendum til Alþingis boð í heimsókn til Samtakanna í aðdraganda kosninga.

9. Beiersdorf
Fyrirtækið Beiersdorf vill selja regnbogamerktan varasalva og andlitskrem í samstarfi við Samtökin og gefa Samtökunum hluta ágóða. Stjórn hafnar samstarfi við fyrirtækið.

10. Starfsmannamál
Verkefnastjóri Hinsegin vottunar er að hætta störfum. Stjórn ræðir stöðuna í málefnum hinsegin vottunar. Framkvæmdastjóri fer einnig stuttlega yfir önnur starfsmannamál.

11. Kvennaár
Formaður situr í stjórn samtaka um kvennaverkfall fyrir hönd Samtakanna. Árið 2025 verður sérstakt kvennaár þar sem fimmtíu ár verða þá frá fyrsta kvennafrídeginum. Formaður leggur til að Samtökin taki þátt því ári með fókus á hinsegin konur. Stjórn tekur vel í það.

12. Önnur mál
a. Sveinn ræðir stöðu mála vegna verkefnis um símalínu fyrir eldra hinsegin fólk.
b. Á fimmtudag er afmæli verkefnisins Meinlaust hjá Jafnréttisstofu, stjórn er hvött til að mæta.

Fundi slitið: 16:28.