Skip to main content
FundargerðirStjórn

20. stjórnarfundur 2025

By 21. janúar, 2025janúar 30th, 2025No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri), Sigríður Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:34

1. Heimsókn frá Takk
Flóki frá Takk kemur á fundinn. Hann kynnir fyrirtækið og það starf sem það hefur unnið fyrir Samtökin. Stjórn spyr út í starfsemina og kostnaðinn við þjónustu Takk. Í kjölfar þess ræðir stjórn auglýsingar, meðal annars á samfélagsmiðlum. Stjórn óskar eftir upplýsingum frá skrifstofu um birtingu auglýsinga á samfélagsmiðlum á næsta fund.

2. Aðalfundur og landsþing
Aðalfundur verður 23. mars næstkomandi og landsþing hinsegin fólks 22. mars í Sykursalnum í Grósku. Stjórn ræðir dagskrá landsþings. Stjórnmálaumhverfið hér og erlendis og bakslag í réttindabaráttu ætti að vera þema landsþings, en jafnframt þarf dagskráin að vekja von. Stjórn ræðir ýmsar hugmyndir.

Hannes kemur með tillögu um samstarf við Pink Iceland um ball að kvöldi landsþingsdags. Málið verður skoðað frekar.

3. Nýir þingmenn
Í gær var nýjum þingmönnum boðið á Suðurgötuna og starf Samtakanna kynnt. Kári fer yfir viðburðinn. Það er mat stjórnar að hann hafi gengið vel.

4. Drög að stefnu
Bjarndís segir frá fundi með starfsfólki þar sem hún fór yfir drög að stefnu Samtakanna, sem stjórn tók fyrir á síðasta stjórnarfundi. Sú vinna heldur áfram. Kári vinnur að starfslýsingum starfsfólks skrifstofu, hann kynnir stjórn þær lýsingar á næsta stjórnarfundi.

5. Yfirlýsing vegna stjórnarskipta í Bandaríkjunum
Stjórn vill senda frá sér yfirlýsingu vegna aðgerða nýs Bandaríkjaforseta gegn hinsegin réttindum. Stjórn ræðir inntak yfirlýsingarinnar.

Fundi slitið: 17:14.