Fundi stýrir: Kristmundur Pétursson
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 17:09.
1. Starfsfólk fundarins
Kristmundur Pétursson setur fundinn og tilnefnir sjálfa sig í hlutverk fundarstjóra og Veru Illugadóttur í hlutverk ritara.
2. Lögmæti fundarins staðfest
Félagsfund skal boða skriflega með að minnsta kosti viku fyrirvara og var tilkynning um félagsfund sett á vef félagsins 20. desember, ásamt því að fundurinn var auglýstur á samfélagsmiðlum félagsins sama dag. Á fundinum voru fimmtán einstaklingar þegar hann var settur og telst fundur því löglegur.
3. Kjörnefnd
Lagt er til að Alexandra Briem, María Ingvarsdóttir og Kolbrún Ósk Pétursdóttir skipi kjörnefnd Samtakanna ’78. Er það einróma samþykkt. Liðsmenn nýrrar kjörnefndar koma í pontu og kynna sig og starf nefndarinnar.
4. Önnur mál
Önnur mál eru engin.
Fundi slitið: 17.17.