Skip to main content
FundargerðirStjórn

21. stjórnarfundur 2025

By 4. febrúar, 2025febrúar 19th, 2025No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn og Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Hrönn Svansdóttir
Fundur settur: 15:39

1. Yfirferð og samþykkt síðasta stjórnarfundar
Stjórn fer yfir fundargerð og samþykkir.

2. Takk – tillögur og hugmyndir að hagræðingu
Kári fer yfir tillögur frá Takk. Stjórn ræðir. Stjórn stingur upp á því að það sé sýnilegri takki á heimasíðu. Stjórn biður Kára að setja upp mismunandi samfélagsmiðla pósta fyrir ýmis málefni sem snertir á hinsegin málefni.

3. Hamingjuhlaup
Kári og Hrönn kynna. Hlaupið verður 17. maí í Elliðaárdalnum, en á þessum degi er IDAHOBIT og regnbogakort IGLA Europe verður kynnt. Skipulagning gengur vel en óskað er eftir fleiri höndum bæði í undirbúningi og í framkvæmd á hlaupadegi.

4. Happdrætti
Söfnun vinninga gengur vel. Síðasti dagur að koma með vinninga er 9. febrúar. Sala happdrættis miða fer í gang í kjölfarið.

5. Kynning á rannsókninni Heilsa og líðan hinsegin fólks
Bjarndís kemur með hugmynd að skrifa grein sem mun þá líka tengja inn Hamingju hlaupið. Kári kynnir viðburð hjá Reykjavíkurborg föstudaginn 7. febrúar kl 12:00.

6. Símatími skrifstofu
Kári kynnir tillögur starfsfólk um nýjan símatíma skrifstofu. Netspjall verður innleitt á heimasíðu og tillaga stjórnar verður að tíminn verður 9:00-11:30 í stað 9:30-11:30 líkt og starfsfólk lagði til. Þetta verður prófað í mánuð og svo tekin staða aftur.

7. Önnur mál
Stjórn fékk senda beiðni frá nema úr háskólanum að vinna að verkefni um stefnumótun félagsins. Kári mun halda áfram samskiptum varðandi þetta mál.
Farið var yfir annað trúnaðarmál og fært í trúnaðarbók.
Stjórnarfólk er farið að finna fyrir auknum fordómum á eigin skinni, umræða spannst um atvik.

Fundi slitið: 16:44.