Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Kristmundur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri), Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:42.
1. Yfirferð og samþykkt fundargerðar síðasta stjórnarfundar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar er lesin upp og samþykkt.
2. Mótmæli og þáttaka Samtakanna
Beiðni barst um að Samtökin ‘78 tækju þátt í mótmælum fyrir utan bandaríska sendiráðið á dögunum vegna aðgerða nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum gagnvart hinsegin fólki og minnihlutahópum. Lítill fyrirvari var að bóninni svo að stjórn tókst ekki að taka hana fyrir. Önnur slík mótmæli eru fyrirhuguð um næstu helgi. Stjórn styður málstað mótmælenda en sammælist um að taka ekki formlegan þátt í skipulagningu þessara mótmæla. Samtökin beita sér í þágu málstaðsins á öðrum vettvangi og munu halda þeirri vinnu áfram af fullum krafti.
3. Svar Blóðbankans
Kári hefur verið í sambandi við Blóðbankann varðandi undirbúningur fyrir NAT skimun sem hefjast á 1. júlí. Kári segir frá samskiptum við bankann til þessa og stjórn ræðir. Kári heldur áfram samtali við bankann.
4. Áframhaldandi samstarf við ríkislögreglustjóra
Samstarfssamningi Samtakanna við ríkislögreglustjóra um hinsegin fræðslu er formlega lokið. Stjórn ræðir fleti á möguleikum um frekara samstarf við embætti ríkislögreglustjóra. Ýmsar hugmyndir eru nefndar. Þorbjörg á skrifstofu tekur við málinu.
5. Önnur mál
a. Stjórn ræðir samskipti við ráðherra nýrrar ríkisstjórnar.
b. Bjarndís segir frá nýlegri ferð sinni á ráðstefnu í Færeyjum og hugmyndum um frekara vestnorrænt samstarf sem þar kviknuðu.
Fundi slitið: 16:31.