Skip to main content
FundargerðirStjórn

3. stjórnarfundur 2025

By 30. apríl, 2025júní 4th, 2025No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Leifur, Sveinn, Vera, Sigríður Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri)

Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:40.

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta stjórnarfundar

Stjórn hefur lesið fundargerð síðasta stjórnarfundar og samþykkir hana.

  1. Aðgerðaráætlun

Bergrún skrifstofustjóri kemur á fundinn. Borist hefur beiðni frá dómsmálaráðuneyti um aðkomu Samtakanna að endurnýjaðri aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. Bergrún segir frá. Stjórn er samþykk því að koma að þeirri vinnu með einhverjum hætti.  

  1. Hamingjuhlaupið

Kári og Hrönn fara yfir stöðuna á undirbúningi Hamingjuhlaupsins 17. maí. 

Bergrún víkur af fundi

  1. Vinnuhelgi stjórnar og starfsfólks

Erfiðlega gengur að finna tíma fyrir vinnuhelgi stjórnar og starfsfólks, mikið er um að vera og sumarið nálgast. Bjarndís og Kári leggja til að fresta helginni til haustsins. Stjórn ræðir möguleika á að funda í staðinn með starfsfólki einhvern eftirmiðdag í maí. 

  1. Önnur mál

Bjarndís minnir á alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins á morgun, 1. maí.

Stjórn ræðir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Fundi slitið: 16:18.