Viðstödd eru: Bjarndís, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:45.
- Samþykkt fundargerðar síðasta stjórnarfundar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar er samþykkt.
- Viðburðir framundan
Kári fer yfir stöðuna á viðburðum framundan: Hamingjuhlaupið, félagsfund og heiðursmerkisveitingu á laugardag. Stjórn ræðir dagskrá félagsfundar.
- Styrktarsjóður með Trans Ísland
Erindi barst frá Ingibjörgu, lögfræðingi Samtakanna. Hugmynd er komin upp um að stofna sjóð með Trans Ísland í kringum kostnað við möguleg dómsmál vegna hatursorðræðu. Stjórn ræðir. Stjórn er til í að skoða þetta, en ákveður að beina því til Trans Íslands að leggja skýrari útlínur að málinu áður en fram er haldið.
- Skipulag skrifstofu
Kári fer yfir hugmyndir sínar um skipulag og starfsmannahald á skrifstofu. Stjórn ræðir.
- Önnur mál
Bjarndís segir frá erindi sem henni barst.
Fundi slitið: 16:21.