Skip to main content
FundargerðirStjórn

4. stjórnarfundur 2025

By 14. maí, 2025júní 4th, 2025No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri)

Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:45.

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta stjórnarfundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar er samþykkt. 

  1. Viðburðir framundan

Kári fer yfir stöðuna á viðburðum framundan: Hamingjuhlaupið, félagsfund og heiðursmerkisveitingu á laugardag. Stjórn ræðir dagskrá félagsfundar. 

  1. Styrktarsjóður með Trans Ísland

Erindi barst frá Ingibjörgu, lögfræðingi Samtakanna. Hugmynd er komin upp um að stofna sjóð með Trans Ísland í kringum kostnað við möguleg dómsmál vegna hatursorðræðu. Stjórn ræðir. Stjórn er til í að skoða þetta, en ákveður að beina því til Trans Íslands að leggja skýrari útlínur að málinu áður en fram er haldið. 

  1. Skipulag skrifstofu

Kári fer yfir hugmyndir sínar um skipulag og starfsmannahald á skrifstofu. Stjórn ræðir.

  1. Önnur mál

Bjarndís segir frá erindi sem henni barst. 

Fundi slitið: 16:21.