Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Kitty Anderson, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir. Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir og María Helga Guðmundsdóttir.
Forföll boðaði Júlía Margrét Einarsdóttir.
Ár 2016, þriðjudaginn 12.4.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði María Helga Guðmundsdóttir.
Fundur settur 12:03
1.Eftirköst félagsfundar 9. apríl
Erfiður fundur en niðurstaða er komin í málið. Yfirlýsing var skrifuð á sunnudeginum og fór út á mánudagsmorgun. Ásthildur tók viðtöl, Auður fór í Kastljós.
Næstu skref. Rætt er að hitta hóp þeirra sem greiddu atkvæði á móti aðildinni og eiga við þau samtal. Mikilvægt sé að fá frá þeim efnisleg atriði varðandi starfsemina sem þau hafa áhyggjur af og vilja standa vörð um. Til þess að halda umræðu sem málefnalegastri væri gott að hafa fámenna fundi með jöfnum fjölda fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Stefnt á að halda fund í næstu viku.
Unnsteinn væri til í að taka málstofu á Hinsegin dögum um skilgreiningar og jafnvel að ræða það hvort S78 eigi að fúnkera öðruvísi stjórnsýslulega.
2.Vefstjórn
Ákveðið var að stofna adminaðgang að heimasíðunni sem fylgja myndi skrifstofunni, til viðbótar við þá einstaklingsaðganga sem þegar eru til.
3.Hugrakkasti riddarinn
Teiknimyndin um Hugrakkasta riddarann verður sett inn á vef, youtuberás, “boostað” á Facebook á næstu dögum.
4.Fyrirspurn forsetaframbjóðanda
Fyrirspurn barst frá samkynhneigðum einstaklingi sem er í forsetaframboði. Ekki var samþykkt að láta undirskriftablöð fyrir hann liggja frammi, á grundvelli jafnræðis.
5.Opna í dagskrárriti Hinsegin daga
Þema Hinsegin daga í ár er “sagan”. Opna S78 þarf að vera tilbúin fyrir 15. maí. Samþykkt er þríþætt framlag:
–Umfjöllun um Íslensklesbíska / lesbísku söguna innan samtakanna, leitað til Írisar Ellenberger
–Inntaka félaganna: Stuttir kaflar um inntöku tví, pan og eikynhneigðra (sjá afmælisrit); Trans (Ugla); og Intersex (Kitty).
–Stutt umfjöllun um einhvern af burðarliðunum í núverandi starfi S78, t.d. fræðsluna
6.Fjármálafundur
Fjármálafundur er á dagskrá föstudaginn 22. apríl.
Fundi slitið 13:10.