Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Sveinn, Vera, Bergrún (skrifstofustjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:35.
1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar
Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Fundur með dómsmálaráðuneyti
Bergrún og Bjarndís segja frá fundi sem fulltrúar Samtakanna áttu 24. júní með dómsmálaráðuneyti vegna aðgerðaáætlunar í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2026-2029. Fundurinn var árangursríkur að þeirra mati. Vinna við aðgerðaáætlunina heldur áfram. Stjórn ræðir.
3. Fundur með heilbrigðisráðuneyti
Hrönn segir frá fundi hennar og Siggu Birnu með heilbrigðisráðuneytinu 5. júní um málefni sjúkratrygginga, blóðgjafir og fleiri efni. Stjórn ræðir.
4. Hinsegin dagar
Vinna við framlag Samtakanna til gleðigöngu Hinsegin daga er hafin. Bergrún segir frá í stórum dráttum. Búið er að sækja um í gleðigöngupottinn, og félagaráð verður kallað til aðstoðar þegar nær dregur.
5. Hinsegin Vesturland
Samtökin verða með viðveru á hinseginhátíð Vesturlands í Borgarnesi um helgina.
6. Budapest Pride
Samtökin verða einnig með viðveru á Budapest Pride í Ungverjalandi sömu helgi. Bjarndís segir frá.
7. Önnur mál
a. Vera spyr út í stöðuna á styrkjasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni. Stjórn er sammála um að birta ætti fleiri auglýsingar á samfélagsmiðlum til að auglýsa möguleikann á að hlaupa fyrir Samtökin.
b. Stjórn óskar sömuleiðis eftir áætlun að skipulagi Hamingjuhlaups á næsta ári.
c. Fundartími. Bjarndís stingur upp á að færa stjórnarfundi aftur yfir á þriðjudaga. Það er samþykkt. Einnig er rætt um fundardagskrá í sumar.
Fundi slitið: 16:11.