Aðalfundur Samtakanna ’78 fór fram að Laugavegi 3 fyrr í dag, 9. mars. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundarstjóri var Þorvaldur Kristinsson og ritari Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir.
Guðmundur Helgason, fráfarandi formaður stjórnar Samtakanna ’78, fór yfir starfsskýrslu ársins 2012-2013 og að því loknu kynnti Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri, áritaða reikninga starfsársins sem hlutu staðfestingu aðalfundar.
Á fundinum var kjörið í öll embætti í stjórn félagsins, en þau eru sjö talsins, auk þess sem tíu fulltrúar voru kjörnir í trúnaðarráð. Stjórn og trúnaðarráð Samtakanna ’78 2013-2014 eru sem hér segir:
Stjórn S’78 2013-2014:
- Formaður: Anna Pála Sverrisdóttir
- Varaformaður: Sigurður Júlíus Guðmundsson
- Gjaldkeri: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson
- Ritari: Svandís Anna Sigurðardóttir
- Meðstjórnendur: Fríða Agnarsdóttir, Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Örn Danival Kristjánsson
Trúnaðarráð S’78 2013-2014:
- Andri Sævar Sigríksson
- Arna Arinbjarnardóttir
- Auður Halldórsdóttir
- Auður Magndís
- Birna Hrönn Björnsdóttir
- Brynjólfur Magnússon
- Gunnar Helgi Guðjónsson
- Karitas Hrund Harðardóttir
- Karla Dögg Karlsdóttir
- Sverrir Jónsson