Við hjá Samtökunum ’78 erum ánægð að tilkynna ráðningu Eddu Sigurðardóttur sem fræðslustýru. Edda kemur til okkar með mikla reynslu og þekkingu á sviði fræðslu- og menntamála.
Hún hefur starfað undanfarin ár sem grunnskólakennari og unnið meðal annars að að gerð framsækins námsefnis um hinseginleika. Edda þekkir Samtökin ’78 auk þess mjög vel, en hún sat bæði í félagaráði og síðar stjórn fyrir nokkrum árum. Edda hefur hafið störf.