Skip to main content
search
Félagsfundur

Félagsfundur 28. febrúar

By 23. febrúar, 2017nóvember 15th, 2021No Comments

Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:30-19:00 í húsnæði Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3. Efni fundarins er tvíþætt:

1. Tillögur lagabreytinganefndar verða kynntar.
Lagabreytinganefnd hefur starfað síðan á haustmánuðum og er með tillögur að lagabreytingum sem verða lagðar fyrir aðalfund 18. mars.


2. Erindi frá Íslenskri erfðagreiningu.
Samtökunum hefur borist beiðni frá Íslenskri erfðagreiningu um samstarf við rannsókn á erfðafræðilegum grundvelli kynhneigðar. Á félagsfundinum munu fara fram umræður um erindið. Kosningar um erindið munu fara fram á aðalfundi.


Fundurinn er opinn öllum gildum meðlimum Samtakanna ‘78. Hægt verður að ganga frá skráningu og greiðslu í félagið á staðnum. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Aðrar aðgengisþarfir má senda á skrifstofa@samtokin78.is.

Leave a Reply