Á morgun, fimmtudaginn 18. apríl bjóða Samtökin ’78 til fundarins „Hinsegin Alþingi? -stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna ’78“. Fundurinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna ’78 og hefst kl. 20:00.
Fundarstjóri verður útvarpsmaðurinn góðkunni Guðfinnur Sigurvinsson.
Fulltrúar ellefu framboða hafa boðað komu sína á fundinn. En þeir koma frá Bjartri framtíð, Dögun, Framsóknaflokki, Húmanistaflokki, Hægri grænum, Lýðræðisvaktinni, Pírötum, Regnboganum, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum.
Í gær fengu framboðin sent bréf með helstu upplýsingum um fundinn. Bréfið innihélt meðal annars spurningar tengdum nokkrum málefnum hinsegin fólks sem fulltrúunum gefst kostur á að svara á fundinum en auk þess verður opið fyrir spurningar úr sal. Bréfið (og spurningarnar) má sjá hér. Einnig má finna Facebook-viðburð fundarins hér.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta á morgun!