Skip to main content
Fréttir

SAMTAKAMÁTTURINN -þjóðfundur hinsegin fólks

By 29. apríl, 2013No Comments

Hvað finnst þér um Samtökin '78?

Samtökin '78 standa nú á tímamótum, en félagið fagnar 35 ára afmæli í ár. Mikið hefur áunnist í baráttu Samtakanna fyrir mannréttindum hinsegin fólks á síðustu áratugum og margar þeirra lagabóta sem barist hefur verið fyrir á þessu tímabili hafa komist til framkvæmda. Því er nú tímabært að skoða starfið, forgangsraða og ákveða stefnumál framtíðarinnar. Af þessu tilefni standa S78 fyrir „þjóðfundi“ hinsegin fólks þann 1. júní.

Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er haldinn í samstarfi við Reykjavíkurborg. Húsið opnar klukkan 13.30, dagskrá hefst klukkan 14.00 og stendur fundurinn sjálfur til klukkan 17.30 en þá tekur gleðin völd!

Mikilvægt er að fá stóran og fjölbreyttan hóp þátttakenda til fundarins, en þannig er tryggt að stefnumótun samtakanna til næstu ára taki mið af röddum mismunandi hópa. Auk félagsmanna eldri og yngri er allt áhugafólk um málefni hinsegin fólks velkomið – hvort sem það eru stjórnmálamenn, fræðimenn eða hinsegin fólk sem stendur utan félagsins. Sérstök áhersla er lögð á að bjóða nýju fólki og auðvelt að mæta ein/n því vel verður tekið á móti öllum. Það er ekki síður mikilvægt að fá fram sjónarhorn þeirra sem eru ung, nýkomin út eða af öðrum ástæðum hafa ekki áður tekið þátt hjá S78.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Við hvetjum ykkur öll til að taka daginn frá, skráning fer fram hér.

Sjá viðburðinn á Facebook.

 

Leave a Reply