Laugardaginn 3. nóvember halda Samtökin ´78 ráðstefnu um lýðheilsu í ráðstefnusal Lauga í Laugardal frá kl. 13-16:30. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla sérstaklega um samkynhneigða í tengslum við lýðheilsumál. Markmiðið er meðal annars að svara þeirri spurningu hvort samkynhneigðir séu sérstakur hópur sem þurfi að huga að í lýðheilsmálum Íslendinga, og ef svo er hvaða aðferðrir séu árangursríkastar til þess að ná til hópsins með tilliti til forvarna og annarar þjónustu heilbrigðiskerfisins.
Laugardaginn 3. nóvember halda Samtökin ´78 ráðstefnu um lýðheilsu í ráðstefnusal Lauga í Laugardal frá kl. 13-16:30. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla sérstaklega um samkynhneigða í tengslum við lýðheilsumál. Markmiðið er meðal annars að svara þeirri spurningu hvort samkynhneigðir séu sérstakur hópur sem þurfi að huga að í lýðheilsmálum Íslendinga, og ef svo er hvaða aðferðrir séu árangursríkastar til þess að ná til hópsins með tilliti til forvarna og annarar þjónustu heilbrigðiskerfisins.
Opin ráðstefna um lýðheilsu í Laugum í Laugardal kl. 13 – 17:
1) Hver er stefa heilbrigðisyfirvalda í lýðheilsumálum og forvörnum? Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.
2) Hvað er lýðheilsa? Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi og hvað er framundan? Jakobína H. Árnadóttir aðstoðarmaður forstjóra Lýðheilsustöðvar.
3) Samkynhneigðir sem þjóðfélagshópur – Er ástæða til að huga sérstaklega að samkynhneigðum með tilliti til forvarna og annarar þjónustu heilbrigðiskerfisins? Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur
4) Forvarnir – hver eru langtímamarkmiðin, hafa þau verið skilgreind? Hvernig er forvörnum til samkynhneigðra háttað?
• Forvarnarstarf Alnæmissamtakanna. Ingi Rafn Hauksson formaður Alnæmissamtakanna
• Þróunin í nýsmitum HIV og annara kynsjúkdóma hér á landi og erlendis. Hvað getum við lært af nágrannalöndunum? Haraldur Breim sóttvarnarlæknir.
• Er ástæða til að huga sérstaklega að samkynhneigðum með tilliti til meðferða og forvarna? Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ
• Tilbrigði við heilbrigði . Héðinn Unnsteinsson sérfræðingur í geðheilbrigðismálum hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
5) Umræður
Fundarstjóri er Frosti Jónsson formaður Samtakanna ´78. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin.